Fara á efnissvæði
Mínar síður Leita

 Leita
EN
Mínar síður 0 Karfa

Viðbót

Viðbót við persónuverndarstefnu vegna notkunar á appi til stjórnunar öryggiskerfa og notkunarmöguleikans „stöðumynd“.

Öryggismiðstöðin (“Þjónustuveitandi”) tekur persónuvernd þína mjög alvarlega og gerir sitt besta til að gæta fyllsta trúnaðar og öryggis við meðferð gagna þinna. Til viðbótar við persónuverndarstefnu þjónustuveitanda, sem aðgengileg er hér að ofan lýsir þessi viðbót því hvernig þjónustuveitandi meðhöndlar persónuupplýsingar þínar, hvaða gögn hann mun vinna með og hvaða þriðju aðilar kunna að hafa aðgang að gögnunum þegar þú notar app þjónustuveitanda.

Þessi yfirlýsing er við auki við notkunarskilmála sem aðgengilegir eru á heimasíðu okkar https://www.oryggi.is/um-okkur/skilmalar/askriftarkerfi/. Þar sem þessi tilkynning er viðbót við persónuverndarstefnuna hvað varðar eiginleika appsins, biðjum við þig vinsamlega að skoða persónuverndarstefnuna til að finna almennar upplýsingar um hvar gögnin eru geymd og hversu lengi, hvaða tæknilegar aðferðir þjónustuveitandi notar til að vernda persónuupplýsingar þínar, hver þín réttindi eru sem skráður aðili og aðrar upplýsingar sem krafist er samkvæmt persónuverndarlögum.

Þjónustuveitandinn er ábyrgðaraðili gagna þinna. Þú getur haft samband við ábyrgðaraðilann í gegnum þá tengiliði sem getið er í kafla 3.1. Aðrir gagnavinnsluaðilar gætu einnig verið notaðir til að bjóða þér upp á tæknilausnir og þjónustu okkar.

Þjónustuveitandinn getur af og til vegna breytinga á virkni stöðumynda, þurft að bæta við, breyta eða skipta um þessa yfirlýsingu. Allar breytingar, þar á meðal hvernig þær eru framkvæmdar, eru háðar ákveðnum reglum, eins og lýst er í persónuverndarstefnunni.

Kaflar 2-4 innihalda mikilvægar upplýsingar um tilvik þar sem persónuupplýsingar þínar gætu verið afhentar þriðja aðila og mögulegar afleiðingar þess. Við biðjum þig vinsamlega að lesa þær fyrst og nota ekki stöðumynd eða neinn hluta þess ef þú ert ekki samþykkur þeim skilmálum. Ef þú notar stöðumynd þjónustuna samþykkur þú að vera bundinn af þessum skilmálum.

Ljósmynd eftir pöntun/stöðumynd; Heimildir

  1. Stöðumynd (PHod) aðgerðin birtist í kerfum þjónustuaðila með viðeigandi uppfærslu á appi þjónustuaðila. Þessi tækni leyfir notendum að taka myndir með hjálp hreyfiskynjara sem búa yfir sjónrænni staðfestingartækni hvenær sem er, hvort sem tækin hafa verið virkjuð eða ekki. Stöðumynd aðgerðin gefur þér möguleika á að skoða aðstæður í byggingunni, komast að því hvað olli því að viðvörunarmerki var gefið eða tryggja öryggi húsnæðisins.
  2. Aðgerðin stöðumynd (PHod) er sjálfgefið óvirk. Til þess að virkja þessa aðgerð þarf stjórnandi öryggiskerfis eða viðurkenndur notandi þess að velja viðeigandi möguleika í stillingum appsins. 
  3. Það eru ákveðnir flokkar notenda sem stjórnað þessari aðgerð:
    1. Stjórnandi öryggiskerfis. Kerfisstjóri getur stýrt persónuverndarstillingum fyrir stöðumynd, virkjað eða aftengt möguleikann hvenær sem er, úthlutað eða afturkallað heimild til að nota aðgerðina og fengið aðgang að ljósmyndum annarra notenda, leyft þriðja aðila að nálgast gögnin og beðið um að myndir séu teknar, tekið myndir hvenær sem er ( hvort sem öryggiskerfið er virkt eða ekki) skoðað myndir sem aðrir notendur hafa tekið, skoðað aðra notendur og aðgangsheimildir þeirra, ákveðið hvaða hreyfiskynjara má nota til að taka og skoða myndir eftir pöntun og hvenær notandi getur tekið myndir eftir pöntun: hvenær sem er eða þegar tækið er virkt og afturkallað aðgangsheimild hvers notanda;
    2. Notandi öryggiskerfis. Sjálfgefið hafa notendur hvorki aðgang að teknum myndum né stillingarmöguleikum. Notandi getur ekki virkjað eða aftengt aðgerðina nema með leyfi frá kerfisstjóranum. Ef kerfisstjórinn gefur notanda þetta leyfi getur hann:
      1. Stýrt aðgengi að stöðumyndum. Kerfisstjóri getur, ef hann vill, heimilað öðrum notendum að virkja eða aftengja möguleikann hvenær sem er. Kerfisstjóri getur einnig dregið þessa heimild til baka hvenær sem er;
      2. Úthlutað/bætt við nýjum notendum. Stjórnandi öryggiskerfis getur, ef hann vill, leyft (eða bannað) öðrum notendum að bæta við eða eyða út nýjum notendum og veitt þeim ákveðnar heimildir. Kerfisstjórinn getur tekið þessar heimildir til baka eða breytt þeim hvenær sem er;
      3. Tekið ljósmyndir eftir pöntun. Ef stjórnandi öryggiskerfis vill getur hann leyft (eða bannað) öðrum notendum að láta app þjónustuveitanda taka mynd af húsnæðinu. Kerfisstjóri getur takmarkað þessa heimild við ákveðinn tíma (leyft að myndir séu teknar aðeins þegar kerfið er virkt), við ákveðin svæði (takmarkað aðgengi við ákveðna skynjara (myndavélar), við ákveðna aðgerð (heimilað að mynd sé tekin án aðgengis að þessari mynd). Kerfisstjóri getur tekið þessa heimild til baka eða breytt henni hvenær sem er;
      4. Heimilað aðgengi að myndum. Ef stjórnandi öryggiskerfis vill, getur hann heimilað (eða bannað) notanda að sjá myndir sem þessi notandi eða aðrir notendur hafa tekið. Önnur atriði sem hafa þarf í huga; (1) myndir sem teknar eru eftir pöntun eru aðeins aðgengilegar notendum sem hafa heimild til að taka slíkar myndir á þeim tíma sem þær eru teknar; (2) Ef notendur fá heimild til að taka myndir eftir pöntun geta þeir ekki skoðað myndir sem teknar voru áður en slík heimild var fengin; (3) Notendur sem hafa misst heimild til að taka myndir eftir pöntun geta skoða myndir sem þeir tóku meðan sú heimild var í gildi. Kerfisstjóri getur numið þessa heimild úr gildi eða breytt henni hvenær sem er. Þegar notandi kerfisins (þ.m.t. kerfisstjóri) tekur mynd fá allir aðrir notendur tilkynningu um að mynd hafi verið tekin af húsnæðinu. Aðrir notendur geta hins vegar ekki nálgast þessa ljósmynd fyrr en þeir hafa fengið til þess viðeigandi heimild.
  4. Stjórnanda öryggiskerfis er skylt að fá skýrt samþykki allra notenda kerfisins, þar á meðal annarra kerfisstjóra, áður en (a) aðgerðin er virkjuð og (b) einstaklingum eru veittar einhverjar heimildir. Kerfisstjórinn má ekki heimila aðgang að persónuupplýsingum neins notanda né biðja þjónustuveitanda að heimila slíkan aðgang eða afhenda neinum aðila þessar persónupplýsingar án þess að eigandi þessara persónuupplýsinga veiti kerfisstjóra ótvírætt leyfi til þess.

Persónuupplýsingar og aðgengi þriðja aðila

  1. Vegna eðlis stöðumyndar (PhoD) tækninnar er þjónustuveitanda heimilt að vinna úr eftirfarandi persónuupplýsingum notenda á meðan stöðumynd er í notkun:  (a) nöfn og notendaeinkenni notenda kerfis þar sem stöðumynd er virkjuð; (b) heimildir sem þessum notendum hafa verið veittar og hlutverk þeirra (kerfisstjóri eða notandi); (c) myndir sem notendur hafa tekið; (d) skrá yfir aðgerðir notenda: hver tók ljósmynd, hvenær mynd var tekin, hvaða  hreyfiskynjarar voru notaðir til að taka myndina: (e) lýsigögn myndanna: kenni hreyfiskynjara (myndavélar), nafn, stærð, dagsetning og forsnið myndarinnar, fjöldi mynda o.s.frv.
  2. Með því að virkja aðgerðina í appi þjónustuveitanda, gefur kerfisstjóri þjónustuveitanda heimild og fer fram á að þjónustuveitandi vinni úr persónuupplýsingum sem taldar eru upp í kafla 2.1 (a)-(b) til að veita þá þjónustu sem þjónustuveitandi býður upp á samkvæmt samningi. Með því að taka mynd eða heimila notendum kerfisins að taka myndir, gefur kerfisstjóri þjónustuveitanda heimild til og fer fram á að hann vinni úr persónupplýsingum sem taldar eru upp í liðum 2.1 (a)-(e). Með því að virkja stöðumynd aðgerðina í appi þjónustuveitanda eða bæta við nýjum notendum, gefur kerfisstjóri þjónustuveitanda heimild til og fer fram á að hann sendi tilkynningu til allra notenda þegar einstakur notandi hefur tekið mynd. Með því að gefa notanda aðgang að myndum sem hafa verið teknar, gefur kerfisstjóri þjónustuveitanda heimild til og fer fram á að hann dreifi þessum myndum til notenda með viðeigandi aðgangsheimild.
  3. Ef þú notar öryggis- eða uppsetningarþjónustu frá þriðja aðila geturðu leyft þeim aðilum að nota aðgerðina. Ef þú veitir þeim þessa heimild ( eða ferð fram á að þjónustuveitandi geri það) munu þau fyrirtæki hafa fullan aðgang að þeim gögnum þínum sem talin eru upp í kafla 2.1 og þau munu geta tekið myndir hvenær sem þau vilja og í tilgangi sem kann að vera frábrugðinn þeirri þjónustu sem þau veita þér. Vinsamlegast hafðu í huga að þrátt fyrir að þú munir fá tilkynningu í hvert skipti sem þessi fyrirtæki taka mynd og að þú getir takmarkað aðgang hvenær sem er, geturðu ekki ógilt aðgang sem þegar hefur verið veittur að gögnum . Með því að heimila þriðja aðila (hvort sem þú veitir þessa heimild sjálfur eða með aðstoð þjónustuveitanda) að nota aðgerðina stöðumynd þá viðurkennir þú, samþykkir, staðfestir og fullyrðir að: (a) þú hafir beðið þjónustuaðila að veita þessum þriðja aðila aðgang, taka myndir og fylgjast með því sem fram fer í húsnæði þínu, (b) þú biðjir þjónustuveitanda að afhenda persónupplýsingar þínar sem lýst er í kafla 2.1 til þessa þriðja aðila, (c) þú hafir metið og samþykkt alla tengda áhættu; (d) slíkur þriðji aðili sé ábyrgðaraðili (með tilliti til þjónustu sem hann veitir þér) persónuupplýsinga (i) sem berast frá þjónustuaðila og (ii) sem þriðji aðili hefur móttekið í tengslum við notkun aðgerðarinnar og að þessi þriðji aðili sé ekki vinnsluaðili sem ráðinn er af þjónustuveitanda. Það þýðir einnig að þjónustuveitandi getur ekki beðið (vegna skorts á heimild) slíkan aðila um að eyða gögnum þínum eða hætta vinnslu þeirra; (e) þjónustuveitandi veitir aldrei aðgang að gögnum þínum né flytur þau til þriðja aðila án þinnar vitundar; (f) enginn þriðji aðili hefur aðgang að gögnum þínum né getur stjórnað neinum búnaði eða neinum hluta búnaðar sjálfkrafa án þíns leyfis; (g) þjónustuveitandi velur ekki viðtakendur persónuupplýsinganna og getur því ekki (og mun ekki ) ábyrgjast öryggi gagnanna þegar þau eru afhent slíkum þriðju aðilum; (h) þjónustuaðili tengist ekki slíkum þriðju aðilum og hefur engin áhrif á þá; (j) þú berð alla áhættu sem tengist gagnaflutningnum og afsalar þér öllum mögulegum kröfum, bótum o.s.frv. sem stafað geta af slíkum flutningi.
  4. Vinsamlegast athugið af ef þú (a) gefur notendum öryggiskerfisins heimild til að taka myndir eða veitir þeim aðgengi að myndum eða (b) ferð fram á að þjónustuveitandinn veiti einhverjum þriðja aðila (öryggisfyrirtæki, öryggisvörðum eða uppsetningarþjónustu o.s. frv.) aðgang að einhverjum hluta virkninnar, getur því fylgt ákveðin áhætta fyrir persónuvernd þína og annarra. Þjónustuveitandinn mælir ekki með að neinum aðila sé veittur aðgangur að aðgerðinni án þess að þess sé sannarlega þörf eða vegna þarfa sem ekki er hægt að fullnægja á annan hátt. Ef þú vilt, samt sem áður, heimila öðrum einstaklingum að taka stöðumyndir og veita þeim aðgang að myndum, mælir þjónustuveitandinn með að öll möguleg áhætta sé metin fyrst.
  5. Ef þú vilt takmarka aðgengi annarra notenda eða þriðju aðila að töku stöðumynda, geturðu gert það í gegnum stillingarmöguleika í appi þjónustuveitanda eða með hjálp þjónustuvers  þjónustuveitanda. Vinsamlegast athugið að þjónustuveitandi hefur ekkert vald til að láta aðra notendur eða þriðju aðila sem þegar hafa fengið aðgang að gögnunum þínum eyða þessum gögnum. Ef þú vilt takmarka möguleika þessara aðila til að vinna með þín gögn eða láta þá eyða þeim, skaltu hafa beint samband við þá.

Ýmislegt

  1. Ef þú ert með einhverjar spurningar varðandi þessa yfirlýsingu geturðu haft samband við okkur í gegnum heimasíðuna www.oryggi.is
  2. Það skal tekið fram að þessi yfirlýsing felur ekki í sér neinar fullyrðingar, ábyrgðir eða tæknilegar upplýsingar, hvort sem þær eru beinar eða óbeinar um virkni, notkun eða nákvæmni töku stöðumyndar, tækninnar eða annara vara þjónustuveitandans. Þjónustuveitandi ábyrgist ekki neina notkun stöðumynda. Lýsingar þjónustuveitanda á aðgerðinni eða öðrum vörum eru eingöngu til skýringar. Eina markmiðið með slíkum lýsingum er að vísa til viðeigandi vara og setja þær í samhengi vð þessa yfirlýsingu.