Magic EyeFX
Magic Eye FX hugbúnaðurinn hefur verið hannaður til að bæta aðgengi og tjáskiptafærni með skapandi verkefnum og leikjum. Hugbúnaðurinn styður augnstýringu, tal, skönnun, skjásnertingu, leikjastýringar, músa- og lyklaborðsinntak og býður upp á 100 sérhönnuð verkefni fyrir alla aldurshópa. Verkefnin eru flokkuð í fimm könnunarstig:
- SKJÁFÆRNI - Gerir notendum kleift að kanna orsök og afleiðingu; þegar þeir líta, gerist eitthvað! Þegar þeir líta undan hættir það!
- ÁHRIF - Verkefni sem gera notendum kleift að kanna hvernig augnaráð þeirra getur kallað fram viðbrögð frá hlutunum á skjánum.
- ÁHRIFASVÆÐI - Örva sjónræna athygli með því að hvetja notendur til að miða á ákveðin svæði á skjánum. Eflir færni við athygli og gefur færi á vali
- VIRK KÖNNUN - Áhugahvetjandi verkefni sem eru hönnuð til að ýta undir könnun og leik, hvetja til þátttöku á stærra svæði skjásins.
- NÁKVÆMNI - Stýrðar aðgerðir til að geta hjálpað notendum að ná meiri stjórn, meiri nákvæmni og ítarlegri skilning á dvalar (e. dwell) og rofavirkni.