Rafskutlurnar frá Shoprider hafa reynst afar vel við íslenskar aðstæður.
Gott fótarými og stillanlegt sæti tryggja þægindi við akstur.
Pro Country er með stór dekk og kemst auðveldlega yfir kantsteina eða ójafnt undirlag án þess að rekast undir. Inngjöf er hægt með hægri eða vinstri hendi s.s. hægt að keyra með annarri hendi. Pro Country er mjög stillanleg og býður upp á að snúa sætinu til að auðvelda notendum að setjast. Einnig er hægt að stilla bakhalla, sæti, arma og stýri.
Möguleiki er að aðlaga rafskutlunar að þörfum notenda t.d. vegna lömunar. Sem dæmi er hægt að færa inngjöfina og hafa hana vinstra megin. Einnig er hægt að færa hnappinn til að snúa sætinu vinstra megin. Sætið er einnig hækkanlegt. Allar þessar aðgerðir krefjast séraðlögunar með smá tilkostnaði. Við afhendum allar rafskutlur með áfestum hliðarspeglum og byltuvörn.
Veitum góða þjónustu og kennslu ef þörf er.