Fara á efnissvæði
Mínar síður Leita

 Leita
EN
Mínar síður 0 Karfa

Öryggishnappur

Ekkert er dýrmætara en öryggi okkar nánustu

Öryggismiðstöðin býður öryggishnappa sem virka innan veggja heimilis. Ef alvarleg atvik eiga sér stað virkjar hnappurinn talsamband við sérþjálfaða öryggisverði sem bregðast skjótt við.

Panta þjónusturáðgjöf
ÖRYGGISHNAPPUR

Af hverju Öryggismiðstöðin?

  • Nærri 30 ára reynsla af öryggisvöktun.
  • Stjórnstöð og útkallsþjónusta starfrækt allan sólarhringinn allt árið um kring.
  • Öryggisverðir hafa lokið sérhannaðri þjálfun í samstarfi við sérfræðinga hjá Rauða Kross Íslands til að bregðast við og sinna fyrstu hjálp fyrir einstaklinga með öryggishnapp.
  • Sérstakur lyftibúnaður sem verndar einstaklinga þegar lyfta þarf viðkomandi frá gólfi eftir fall.
  • Á Velferðarsviði starfa sérfræðingar í velferðartækni með heilbrigðismenntun, s.s. hjúkrunarfræðingar, sjúkraþjálfarar, iðjuþjálfar og sjúkraliðar.

Hvernig virkar öryggishnappurinn?

  1. Þrýst er á hnappinn og boð berst samstundis til stjórnstöðvar
  2. Talsamband opnast til stjórnstöðvar úr kalltæki
  3. Sérþjálfaður öryggisvörður er sendur á staðinn með lykil af húsnæðinu, veitir fyrstu hjálp og metur hvort kalla þurfi til sjúkrabíl. Ef ekki er útkallsþjónusta á staðnum er alltaf hringt í tengilið ef ekki næst í hnappþegann
  4. Unnið er eftir stöðluðum verkferlum, í samvinnu við heilbrigðiskerfið og aðra viðbragðsaðila

Margvíslegir möguleikar

Val er um öryggishnapp í hálsmeni, armbandi eða fallhnapp í hálsól

Margvíslegir möguleikar

Kalltæki

Öryggishnappurinn tengist kalltæki sem inniheldur SIM-kort og er vaktað af stjórnstöð allan sólarhringinn.

Margvíslegir möguleikar

Öryggishnappur

Hefðbundin öryggishnappur um úlnlið

Margvíslegir möguleikar

Öryggishnappur

Hefðbundinn öryggishnappur í hálsól.

Margvíslegir möguleikar

Fallhnappur

Möguleiki er að fá öryggishnapp með fallgreiningu. Öryggishnappurinn sendir sjálfkrafa boð ef notandi dettur og liggur hreyfingarlaus í a.m.k. 25 sekúndur.

Margvíslegir möguleikar

Skarthnappur

Hægt er að kaupa skarthnapp aukalega.

Margvíslegir möguleikar

Reykskynjari

Hægt er að bæta við reykskynjara gegn vægu gjaldi.

Myndbönd - Öryggishnappur

Ólafía Ragnarsdóttir

Ráðgjöf og sala / sjúkraliði Velferð og ráðgjöf

Þjónustuver

Þjónustuver

Pantaðu ráðgjöf

Ráðgjafar okkar veita allar nánari upplýsingar um öryggishnappa.