MEMO Planner er skipulags- og minnisdagtal sem er ætlað að styðja við þá sem þurfa aukin stuðning varðandi tíma, minni og skipulag með sjónrænu viðmóti.
- MEMO Planner er skilgreint sem hjálpartæki til að bæta tímaskynjun og tímastjórnun
- Eykur sjálfstæði notenda ásamt því að auðvelda skipulag fyrir notenda og stuðningsaðila
- Getur dregið úr streitu og bætir lífsgæði fólks
- Búnaðurinn er auðveldur í notkun og einfalt að aðlaga að hverjum og einum
- Sýnir upplýsingar um dagsetningu og tíma ásamt viðburðum dagsins sem eru settir fram með skýrum hætti.
- Fjölskyldumeðlimir eða umönnunaraðilar geta hjálpað til við að halda MEMO Planner uppfærðu í gegnum myAbilia.com
- Búnaðurinn er skilgreindur sem tæknilegt hjálpartæki í flokki I fyrir fólk með fötlun og er í samræmi við reglugerð (ESB) 2017/745 - MDR.
MEMO Planner getur hjálpað einstaklingum sem eiga í erfiðleikum með:
- Að viðhalda daglegri rútínu
- Áttun
- Að átta sig á hvort það er dagur eða nótt
- Að muna eftir viðburðum
Meðal skjólstæðingshópa er fólk á öllum aldri. Getur hentað fólki með einhverfu, ADHD/ADD, námsörðugleika, heilabilun og heilablóðfall með heilaskaða.
Mögulegt er að sækja um niðurgreiðslu til Sjúkratrygginga Íslands.