Fara á efnissvæði
Mínar síður Leita

 Leita
EN
Mínar síður 0 Karfa

CARY Base

Minnisdagtal

CARY Base er minnisdagtal sem er notendavænt og aðgengilegt fyrir fjölbreyttan hóp einstaklinga. Hægt að fá áminningar með ljósmynd og hljóðupptöku. Yfirgripsmikið gagnasafn með skýrum og viðeigandi ljósmyndum tilbúið til afnota. Minnisdagtalið hjálpar einstaklingnum að viðhalda daglegum venjum og virkni í daglegu lífi. Stuðlar að sjálfstæði og betri lífsgæði. Getur stutt við aðstandendur, veitt öryggi og ánægju með að stuðla að því að viðkomandi geti lifað með sjálfstæði og virðingu að leiðarljósi. Veitir einnig góða yfirsýn og auðveldar skipulag ef fleiri en einn umönnunaraðili koma að málum notanda.

Panta þjónusturáðgjöf
CARY Base - Minnisdagatal

CARY Base er einfalt minnisdagtal sem er ætlað að styðja við sjónrænt skipulag;

  • Minnisklukka fyrir fólk sem þarf aukna hjálp við að fylgjast með tímum sólarhringsins, einnig atburðum dagsins.
  • Sýnir upplýsingar um dagsetningu og tíma, svo og hvort það er morgun, dagur, kvöld eða nótt.
  • Hægt er að sýna atburði dagsins á skjánum og hægt er að fá talaðar áminningar á tilteknum tímum. 
  • Fjölskyldumeðlimir eða umönnunaraðilar geta hjálpað til við að halda dagatalinu uppfærðu fjartengt í gegnum myAbilia.com
  • Varan er markaðssett sem tæknilegt hjálpartæki í flokki I fyrir fólk með fötlun og er í samræmi við reglugerð (ESB) 2017/745 - MDR.

Minnisdagtalið getur hjálpað einstaklingum sem eiga í erfiðleikum með:

  • Að viðhalda daglegri rútínu
  • Áttun
  • Að átta sig hvort það er dagur eða nótt
  • Að muna eftir viðburðum

Hentar notendahóp sem er með eða hefur fengið; Heilabilun, heilablóðfall, MS, og Parkinson.

Mögulegt er að sækja um niðurgreiðslu til Sjúkratrygginga Íslands.

Fræðslu- og kynningarmyndbönd

Aníta Jóhannesardóttir

Sérfræðingur / hjúkrunarfræðingur Velferð og ráðgjöf

Ólafía Ragnarsdóttir

Ráðgjöf og sala / sjúkraliði Velferð og ráðgjöf

Pantaðu tíma í ráðgjöf

Ráðgjafar okkar veita þér allar nánari upplýsingar um minnistækni