Fara á efnissvæði
Mínar síður Leita

 Leita
EN
Mínar síður 0 Karfa

Heilbrigðistækni

Almennt um Heilbrigðistækni

Heilbrigðistæknilausnir Öryggismiðstöðvarinnar nýtast frábærlega til að bæta líf einstaklinga með breytilegar þarfir.

Panta þjónusturáðgjöf
HEILBRIGÐISTÆKNI

Sjálfstæði og sjálfsvirðing

Öryggismiðstöðin leggur mikla áherslu á tæknilausnir sem hafa virðingu notenda að leiðarljósi og styðja þá til að taka stjórn á eigin heilsu. Þannig má best bæta lífsgæði notenda, sjálfstæði og öryggi.

Heilbrigðistækni Öryggismiðstöðvarinnar endurspeglar vel þetta markmið. Lykilatriði í þessu samhengi er betri tenging milli heilbrigðisstarfsfólks og skjólstæðinga, sem tæknin auðveldar.

Tenging við stafræna heilsugátt bæta þjónustu

Lausnir Öryggismiðstöðvarinnar eru tengdar stafrænni heilsugátt sem heilbrigðisstarfsfólk getur haft aðgang að. Samhliða því að bæta lífsgæði skjólstæðinga getur heilbrigðistæknin því eflt margvíslega þjónustu og samstarf heilbrigðisstofnanna.

Rafrænir lyfjaskammtarar auka meðferðarheldni

Dæmi um heilbrigðistækni sem Öryggismiðstöðin býður eru rafrænir lyfjaskammtarar. Hlutverk þeirra er fyrst og fremst að tryggja að skjólstæðingar taki rétt lyf á réttum tíma. 

Þannig bæta þeir meðferðarheldni og minnka þjónustuþörf sem eykur sjálfstæði skjólstæðinga.

Heilbrigðistæknilausnir Öryggismiðstöðvarinnar eru margreyndar á Norðurlöndunum og hafa rannsóknir þar sýnt fram á mikinn ávinning fyrir skjólstæðinga og umönnunaraðila.

Panta ráðgjöf

Ráðgjafar okkar veita allar nánari upplýsingar um heilbrigðistækni.