Fara á efnissvæði
Mínar síður Leita

 Leita
EN
Mínar síður 0 Karfa

Precioso Loftdýna

Loftdýnur

Precioso er sérhæfð loftdýna frá Linet sem er hönnuð til að koma í stað hefðbundinnar svampdýnu til notkunar inn á heilbrigðisstofnunum eða heimili. Loftdýnan samanstendur af 21 þverliggjandi lofthólfum fyrir miðju og tveimur aðskildum hliðarformeiningum í fullri lengd. Svampgrunnur er í þremur hlutum. Áklæðið er loft- og vatnsheld og með 360° rennilás til að auðvelda aðgengi að svampgrunninum fyrir hreinsun. Loftdælan er sjálfvirk og viðheldur völdum þrýstingi óháð stöðu sjúklingsins með því að vakta stöðugt og stilla af loftþrýstingin í dýnunni.

Panta þjónusturáðgjöf
Precioso

Hágæða loftdýna sem er hönnuð fyrir einstaklinga í mikilli þrýstingssáraáhættu. Er ætluð til notkunar á almennum deildum á heilbrigðisstofnunum og sérhæfðum úrræðum.

Hægt að velja milli fjögurra stillinga. Alternating Pressure Therapy (ATP) - Þrýstingsdreifandi, Constant Low Pressure (CLP) - Stöðugur lágþrýstingur, MAX mode - Fyrir umönnun, Transport mode - Fyrir flutning. Loftdýnan tæmir þriðja hvert lofthólf á 7,5 mínútna fresti til að létta algjörlega allan þrýsting af útsettum svæðum. Loftið berst með bylgjukenndum hreyfingum frá fótum í átt að höfði til að fyrirbyggja að einstaklingurinn renni niður á dýnunni. Á hliðum dýnunnar eru loftfyllt hólf til að auka öryggi einstaklinga. Hægt er að virkja CPR stillingu með einu handtaki. Notkunarleiðbeiningar eru á íslensku. 

Myndbönd

Aníta Jóhannesardóttir

Sérfræðingur / hjúkrunarfræðingur Velferð og ráðgjöf

Panta ráðgjöf

Ráðgjafar okkar veita allar nánari upplýsingar.