Fara á efnissvæði
Mínar síður Leita

 Leita
EN
Mínar síður 0 Karfa

Gjörgæslurúm

Multicare

Multicare er hannað fyrir langtíma legu á gjörgæslu eða klíníska sárameðferð. Eiginleikar Multicare veita nauðsynlegan stuðning við mikilvæga íhlutun og býður starfsfólki upp á framúrskarandi starfsaðstæður. Þetta tryggir að hægt sé að meðhöndla sjúkling á öruggan hátt og án líkamlegri áreynslu. Karolinska sjúkrahúsið í Svíþjóð notar Multicare inn á gjörgæslu og öðrum bráðasviðum spítalans. Nýrri útgáfa af Multicare X birtist á sjónarsviðið árið 2022 og byggir á velgengni fyrri kynslóð Multicare.

Panta þjónusturáðgjöf
Multicare X

Ný kynslóð af hátækni gjörgæslulausn Multicare X frá Linet, hönnuð af hjúkrunarfræðingum fyrir hjúkrunarfræðinga. Meðal nýjunga má nefna; notendaviðmót Multiboard X sem gerir starfsfólki kleift að stilla helstu aðgerðir rúmsins og samþættrar loftdýnu frá einum skjá, ásamt halla til að bæta lílkamsstöðu, IV & Drive auðveldar starfsfólki að keyra rúmið og nýta innbyggðan keyrsluham rúmsins. Einnig stuðst við nýjustu tækni og er loftdýnan Opticare X samþætt rúminu og sem hefur marga kosti í för með sér. Þrátt fyrir flókna tækni er nýja lausnin leiðandi og auðveld í notkun, auk þess getur hún fylgst með sjúklingum og haft samskipti.

Rúmið var verðlaunað fyrir einstaka hönnun og tækni, Multicare X GOOD DESIGN® verðlaunin 2021.

Hægt er að fræðast meira um Multicare X gjörgæslulausnina frá Linet með því að skoða mjög ítarlega kynningarsíðu á ensku: https://multicarex.linet.com/

Hafðu samband við okkur fyrir til að fá nánari upplýsingar.

Multicare

Multicare gjörgæslurúmið notar nýstárlega tækni til að mæta krefjandi sérþörfum bráðveikra sjúklinga og aðstoðar starfsfólkið við daglega aðhlynningu. Einstakt úrval af eiginleikum þess hjálpar til að veita mikilvægan stuðning við sjúkling og vinnuaðstæður starfsfólks. Þetta tryggir að hægt sé að meðhöndla sjúkling á öruggan og áreynslulausan máta.

Öflugt stjórnborð

  • Stjórnborð til að stjórna öllum aðgerðum rúmsins og loftþrýsting í loftdýnu
  • Auk stjórnborðs er fullkomin fjarstýring við fótagafl fyrir starfsfólk
  • Innbyggð vigt í rúmi og hægt að stýra lyfjagjöf og skrá niður upplýsingar í stjórnborði
  • Fjarstýring fyrir sjúkling fyrir helstu aðgerðir ásamt fjarstýringu í hliðargrind
  • Stjórnborð með fótstigi til að auðvelda umönnun

Loftdýna Symbioso

  • Allar aðgerðir eru í stjórnborði í hliðargrind á rúmi
  • Fimm stillingar eru á loftdýnu sem eru byggðar m.a. á þyngd sjúklings
  • Max inflate mode | Automatic Fowler Boost |Transport Mode |
    Lateral Therapy | Constant Low Pressure
  • Hita- og rakastjórnun (microclimate management) til að styðja við sáravernd. Sérstök svefnstilling hægir á lofthraða og eykur þægindi sjúklings við svefn

Sjálfvirk veltimeðferð

  • Hægt er að stilla rúmið til að það halli að sjálfu sér til beggja hliða til að draga úr sárahættu
  • Sjálfvirkur halli stillanlegur frá 5 mín - 90 mín millibili
  • Hægt að halla frá 1-3 gráðum upp í 30°
  • Rúmið hallar mjúklega og áreynslulaust
  • Mikilvæg forvörn gegn þrýstingssárum og kemur í veg fyrir skaða á húð

Undirstell og virkni

  • Jöfn þrýstidreifing til að fyrirbyggja húðskemmdir.
  • Lágmarkar núning og klippiáhrif á viðkvæma líkamshluta (læri og baki).
  • Sérstök stilling til að hámarka öndun og réttstöðuþjálfun (Orthopneic)
  • Rúmið er hannað til að vera auðvelt í þrifum og sótthreinsun

Fræðsluefni og bæklingar

Myndbönd

Aníta Jóhannesardóttir

Sérfræðingur / hjúkrunarfræðingur Velferð og ráðgjöf

Anna María Sighvatsdóttir

Sérfræðingur / sjúkraþjálfari Velferð og ráðgjöf

Panta ráðgjöf

Ráðgjafar okkar veita allar nánari upplýsingar.