Að setjast inn í bifreið getur verið stór áskorun fyrir marga. Það getur jafnvel verið erfitt eða ómögulegt fyrir suma. Þrátt fyrir það, eru til ýmis hjálpartæki sem hjálpa þér að setjast inn í bifreið sem eru hönnuð fyrir bæði ökumann og farþega. Lausirnar taka mið af færni og getu einstaklings hverju sinni. Huga þarf að mörgum þáttum og er ágætt að velta fyrir sér eftirfarandi þrjár spurningar áður en áfram er haldið.
- Ertu ökumaður eða farþegi?
- Geturðu flutt þig sjálfur frá hjólastól yfir í bílsæti?
- Hvar viltu sitja í bílnum?
Flutningsbretti
Flutningsbretti er einföld lausn sem hjálpar fólki að flytja sig frá hjólastól yfir í bílsæti.
Snúningssæti
Með snúningssæti er átt við að aðlaga bifreið með þeim hætti að sæti getið snúið út úr bílnum og þannig auðveldað einstaklingum að setjast.
Sætalyftur
Sætalyftur eru rafknúnar snúningslyftur sem eru sett undir sérútbúið sæti sem snýst út úr bílnum og færir sig niður. Hentar vel í hærri og stærri bifreiðar.
Bíla-hjólastóll
Fyrir einstaklinga sem geta ekki staðið upp úr hjólastól, þá er möguleiki að geta flutt sig í framsæti á bifreið án þess að standa upp úr stólnum. Viðkomandi er þá fluttur í sérstökum Bíla-hjólastól sem auðveldar flutning og léttir undir við aðstoð.
Sérútbúin sæti
Með flestum breytingum er þörf á að skipta út upprunalegu bílsæti fyrir sérútbúnu sæti sem er aðlagað að þörfum notenda. Sætið er minna og því auðveldara að snúa því út úr bílnum.