TD I-Series er tjáskiptatölva með augnstýringu sem keyrir á Windows stýrikerfi og getur talað íslensku. Er hönnuð fyrir einstaklinga með sjúkdóma eins og CP lömun, Rett heilkenni eða MND taugasjúkdóm. Kemur í tveim skjástærðum 13" og 16" og er með möguleika fyrir rofabúnað. I-series er sérsmíðuð frá grunni til að gera fólki með fötlun kleift að hafa samskipti og auka sjálfstæði þeirra með augnstýringu ásamt öðrum tegundum af rofabúnaði.
Öll Tobii Dynavox tæki eru með framleiðsluábyrgð í þrjú ár. TD iSeries inniheldur einnig TD Care, sem er framlenging á ábyrgð framleiðanda og býður upp á óviðjafnanlega vernd í öllum aðstæðum, þar á meðal ótakmarkaðar tjónakröfur fyrir slysni á ári á tækinu sjálfu, rafhlöðum og jafnvel hleðslutæki. Aðeins er hægt að kaupa og framlengja TD Care þegar tækið er keypt.
Ráðgjafar okkar veita þér allar nánari upplýsingar um tjáskiptalausnir og umhverfisstjórnun
Eða hringdu í síma
570 2400