Sérhæfður hugbúnaður til tjáskipta og þjálfunar sem byggja á táknmyndum, texta og tali. Hugbúnaðurinn gerir notendum sem eiga erfitt með tal að nota tölvu til að tjá sig, spila og læra. Notendur geta valið orð eða tákn á skjánum og hugbúnaðurinn breytir þeim í töluð orð. Að auki er hægt að búa til alls kyns myndefni, félagsfærni sögur, kennsluleiki og táknmyndir sem eru prentaðar út. Hugbúnaðurinn gerir notendum einnig kleift að skilja og tjá sig betur þannig að nám og samskipti verða ánægjulegri.
Úrval af sérhæfðum hugbúnaði til samskipta, þjálfunar, sérkennslu og greiningu. Margir möguleikar til að búa til sérhæfð tjáskiptaborð með myndum, táknum og orðum.
Dæmi um hugbúnaður sem fylgir ákveðnum tjáskiptatölvum
Ókeypis hugbúnaður og kennsluefni:
TD Snap er hugbúnaður til tjáskipta með íslensku viðmóti og orðasafni. TD Snap er sveigjanlegur hugbúnaður sem býður fagfólki og fjölskyldum upp á val um tjáskiptatækni (e. AAC). Byggir á staðfærðu táknmyndasafni aðlagað að íslensku.
C5 valdeflir einstaklinga sem glíma við tal - eða tungumálaörðuleika með því að umbreyta texta og táknum í skýrt tal á skilvirkan máta. Þessi samskiptalausn býður einnig upp á stjórna tölvu, símum og nánasta nærumhverfi, þar á meðal aðgang að fjölmörgum vinsælum samfélagsmiðlum og afþreyingar forritum.
Boardmaker byggir á myndabanka PCS (Picture Communication Symbols) og nýtist þeim sem þurfa myndrænan stuðning til tjáskipta eða við að gera málumhverfi skýrara með myndum. Boardmaker 7 er notað sem kennsluforrit fyrir alla aldurshópa, í ýmsum námsgreinum, sérkennslu, búsetukjarna, stofnunum eða á heimili.
Þjálfunarleikir til að efla færni í með augnstýringu. Yfir 40 sérhæfðir leikir/verkefni sem er bæði hvetjandi fyrir unga sem aldna. Hvert verkefni hefur verið þróuð í samráði við kennara og meðferðaraðila til að bæta aðgengi og færni í að velja. Möguleiki að stækka pakkan með 26 nýjum verkefnaleikjum. Verkefnin skiptast yfir á fimm svið:
Magic Eye FX hugbúnaðurinn hefur verið hannaður til að bæta aðgengi og tjáskiptafærni með skapandi verkefnum og leikjum. Hugbúnaðurinn styður augnstýringu, tal, skönnun, skjásnertingu, leikjastýringar, músa- og lyklaborðsinntak og býður upp á 100 sérhönnuð verkefni fyrir alla aldurshópa. Verkefnin eru flokkuð í fimm könnunarstig:
Snap Scene er einfalt og öflugt forrit sem gerir þér kleift að taka mynd, merkja hana með hljóðupptöku og gefa viðkomandi einstakling tækifæri til að eiga samskipti. Snap Scene breytir hversdagslegum augnablikum í ómissandi tækifæri til að læra að eiga náttúruleg samskipti
Ráðgjafar okkar veita þér allar nánari upplýsingar um tjáskiptalausnir og umhverfisstjórnun
Eða hringdu í síma
570 2400