Armar og festingar frá Rehadapt eru sérhæfðar lausnir til að festa og staðsetja ýmsan viðkvæman búnað með öruggum hætti. Sem dæmi um búnað má nefna, tjáskiptatölvur, spjaldtölvur, rofabúnað og önnur lækningatæki á mismunandi festiflöt t.d. hjólastól, borð eða við rúm. Þessar lausnir eru mjög gagnlegar fyrir einstaklinga með takmarkaða hreyfigetu og gerir þeim kleift að nota búnaðinn eftir þörfum þeirra. Margir samsetningarmöguleikar eru í boði og aðstoðum við þig að finna réttu lausnina í samvinnu við fagaðila og notanda.
Íhlutir frá Rehadapt er eins og Lego þar sem hægt er að raða þeim með mismunandi hætti og þannig búa til sérsniðna festingu fyrir notendur. Þessir aðferðir býður upp á miklan sveigjanleika til að koma til móts við mismuanndi tæki og aðstæður hvers og eins.
Við bjóðum upp á mikið úrval af festingum til að festa armanna okkar á fjölbreytta handvirka eða rafknúna hjólastóla. Möguleiki er að festa tjáskiptatækið, rofann eða stjórnbúnaðinn þannig að hann sé tryggilega festur og aðgengilegur fyrir notendan.
Það eru til í grunninn þrjár gerðir af gólfstöndum sem uppfylla mismunandi þarfir notenda og umhverfi þeirra. Veldu á milli pláss, stöðuleika, burðargetu, hæð, stillanleika eða flutningsgetu.
Það eru tvær gerðir af borðfestingum sem uppfylla mismunandi þarfir notenda og umhverfi hans. Veldu á milli borðklemmu- og standlausna með mismuandi stilli eiginleika.
Veggfestingar með plötu til að festa stillanlegan arm. Hægt er að fá mismunandi endafestingar eftir notkun. Festingarskrúfur og tappar fylgja ekki með.
Töfra armurinn er með breytilegum snúningsarm með kúluliðum og einum læsanlegum hnúða fyrir fljótlega og auðvelda uppsetningu og staðsetningu með burðargetu upp að 3 kg.
Festing fyrir nákvæma staðsetningu á einum höfuðrofa. Fjölbreyttar leiðir til að aðlaga rofa og annan stjórnbúnað fyrir notendur.
Ráðgjafar okkar veita þér allar nánari upplýsingar um tjáskiptalausnir og umhverfisstjórnun
Eða hringdu í síma
570 2400