Intercall Touch er nútíma sjúkrakallkerfi sem er vírað með TCP/IP ásamt þráðlausum einingum og RFID. Kerfið gerir íbúum og starfsfólki kleift að eiga samskipti og tryggir gott flæði inn á stofnunum. Kerfið er ætlað að gera starfsfólki kleift að forgangsraða hjálparboðum og veita notendum aðstoð þar sem þörfin er mest. Auðvelt er að setja upp kerfið og forrita það og er viðhaldslítið.
Markmiðið með sjúkrakallkerfi er fyrst og fremst að auka öryggi skjólstæðinga og starfsfólks, efla lífsgæði og bæta samskipti og þjónustu.
Samþætting er lykilatriðið með Intercall Touch. Allar vörur hafa verið hannaðar til að vinna saman og eiga samskipti við aðra tækni. Kerfið býður upp á heildarlausn fyrir fjölbreyttan notendahóp. Auðvelt er að skala kerfið upp og bæta við einingum eftir þörfum. Möguleiki er að hafa kerfið með eða án tals ásamt fjölbreyttum endabúnaði.
Skýrslur og úrvinnsla
Allar aðgerðir í kerfinu vistast og hægt er að nálgast þær um venjulegan netvafra.Upplýsingar úr kerfinu til frekari úrvinnslu má nálgast á tvo vegu.
Uppsetning yfir IP og Bus
Uppsetning með Full IP
Vaktstöð 948
Vakstöð með tali 958
Kallhnappur Standard 922
Kallhnappur án skjá 920
Kallhnappur með tali 952
Merkjaljós
Togrofi 973
Skjár fyrir ganga IP480
Kallhnappur í snúru 972
Þráðlaus hnappur um úlnlið 982
Þráðlaus hnappur um háls 983
Þráðlaus tengi fyrir endabúnað 980
Ráðgjafar okkar veita allar nánari upplýsingar um sjúkrakallkerfi.
Eða hringdu í síma
570 2400