Emfit flogamotta er háþróuð motta til að greina alflogakramparköst (tonic-clonic seizures) hjá einstaklingum sem liggja í rúmi. Kerfið er byggt á næmri mottu sem er sett undir dýnuna og greinir stöðugar hreyfingar sem tengjast flogaköstum. Ef slíkar hreyfingar vara í tiltekinn tíma sendir stjórneiningin viðvörun til aðstandenda eða starfsfólks, sem tryggir skjót viðbrögð og aukið öryggi fyrir notandann.
Emfit flogamottan er viðurkennd lausn sem hefur verið prófuð í klínískum rannsóknum og hefur sýnt fram á áreiðanleika í að greina alflogakramparköst hjá sofandi börnum.
Sjá rannsóknina hér.
Þetta kerfi veitir bæði notendum og umönnunaraðilum hugarró með nákvæmri flogagreiningu og skjótri viðvörun.
Sjúkratryggingar niðurgreiða um 70% af kostnaði við mottuna og vinnu við uppsetningu fyrir notendur í heimahúsi.
Ráðgjafar okkar veita allar nánari upplýsingar um sjúkrakallkerfi.
Eða hringdu í síma
570 2400