Baldertech er rafknúinn hjólastóll sem er ætlað að veita vellíðan og auka þátttöku fólks í daglegu lífi
Við viljum hlusta á þínar þarfir og tækifæri til að sníða hjólastólinn að þínum þörfum. Þegar kemur að þægindum, gæðum og aðlögunarhæfni er Baldertech fremstur í flokki. Við bjóðum upp á mátanir og prófanir sem er einstaklingsmiðuð og með því markmiði að auka vellíðan. Baldertech er á samning við Sjúkratryggingum Íslands sem auðveldar fagfólki að sækja um hann.
Baldertech er rafknúinn hjólastóll sem hefur verið á evrópskum markaði í yfir 25 ár. Mikil reynsla er af sérstökum útfærslum er varða setstöðu og staðsetningu stýribúnaðar. Stólarnir eru árekstrarprófaðir og má nota í eigin bifreið með sérstakri hjólastólafestingu eða í ferðaþjónustu með krókfestingum.
LiNX er háþróað stýrikerfi fyrir rafknúna hjólastóla og er meðal annars samhæft sérhæfðum stýripinnum t.d. frá Mo-Vis. Meðal helstu kosta LiNX stýrikerfisins eru;
Hjá Baldertech er mikið úrval af aukabúnaði og sætiseiningum. Hægt að panta þær eftir máli auk ýmissa aukahluta til að setja á stólinn eftir því sem þörf er á til að mæta breyttum þörfum og færni.
Grunnútgáfa stólsins kemur með fylltum dekkjum, ljósabúnaði, snúningsradíus er 128,5cm, hæð undir stól er 7 cm og er drægnin er u.þ.b. 34 km. LiNX stýribúnaður með REM-216 stýripinna auk Gyro sem bætir aksturseiginleika og hröðun upp í 10 km/klst.
Baldertech er með rafmagni í baki, tilti, lyftu og fótahvílum. Einstaklega lág sethæð, 38 cm að setplötu, gerir stólinn hentugan til notkunar í daglegu lífi (borðhæð) og einnig í sérútbúinni bifreið.
Höfuðpúði er í tveim stærðum
Mögulegt er að fá höfuðpúða í öðrum útfærslum
Tegundir af bakpúðum:
Stærðir: (Breidd x Hæð)
Bakskel /Back chassis er með hliðarstuðningi í stærð Comfort 1 til 6. Möguleiki á bakpúða og bakskel eftir máli (custom-made)
Tegundir af sessum:
Stærðir: (Breidd x Dýpt)
Setskel
Möguleiki á setpúða og setskel eftir máli (custom-made)
Standard armpúði er á„flip up“ festingu. Eftirfarandi týpur eru í boði;
Hæðarstillanlegir armar „standard“ stærðir
Mögulegt er að fá séraðlagaðan armpúða (custom-made)
Miðjudrifnar fótahvílur í mismunandi lengdum:
Kálfapúðar
Fótaplötur
Varðandi séróskir er möguleiki er að fá heila fótaplötu eftir máli og rafmagn í fótaplötu (til að lyfta þeim upp).
Nytsamlegt efni í tengslum við Baldertech hjólastól
Bæði Ride Forward og Java sáravarnasessurnar hafa margvíslega kosti sem styðja við sáravernd. Þess má helst nefna:
Þægindi og vernd
Svalt og þurrt
Auðveld í þrifum
Aðlöguð
Ráðgjafar okkar veita þér allar nánari upplýsingar um hægindahjólastóla.
Eða hringdu í síma
570 2400