CARY Base er einfalt minnisdagtal sem er ætlað að styðja við sjónrænt skipulag;
- Minnisklukka fyrir fólk sem þarf aukna hjálp við að fylgjast með tímum sólarhringsins, einnig atburðum dagsins.
- Sýnir upplýsingar um dagsetningu og tíma, einnig hvort það er morgun, dagur, kvöld eða nótt.
- Hægt er að sýna atburði dagsins á skjánum og hægt er að fá talaðar áminningar á tilteknum tímum.
- Fjölskyldumeðlimir eða umönnunaraðilar geta hjálpað til við að halda dagatalinu uppfærðu fjartengt í gegnum myAbilia.com.
- Tækið þarf þá alltaf að vera nettengt hjá notandanum.
- Varan er markaðssett sem tæknilegt hjálpartæki í flokki I fyrir fólk með fötlun og er í samræmi við reglugerð (ESB) 2017/745 - MDR.
Hentar m.a. notendahóp sem er með eða hefur fengið; Heilabilun, heilablóðfall, MS, og Parkinson.
Mögulegt er að sækja um niðurgreiðslu til Sjúkratrygginga Íslands.