Minnistækni gefur yfirsýn yfir daglega rútínu og hjálpar við tímastjórnun. Minnistækni stuðlar að áttun, rútínu og virkni ásamt því að styðja við sjálfstæði einstaklinga. Einnig getur það auðveldað samskipti milli umönnunaraðila og aðstandenda. Með minnistækni er hægt að bæta tímaskynjun, ná betri tímastjórnun sem getur dregið úr streitu og kvíða.
CARY Base er minnisdagtal sem er notendavænt og aðgengilegt fyrir fjölbreyttan hóp einstaklinga.. Minnisdagtalið hjálpar einstaklingnum að viðhalda daglegum venjum og virkni í daglegu lífi.
MEMO Planner er skipulags- og minnisdagatal sem er notendavænt og aðgengilegt fyrir fjölbreyttan hóp einstaklinga. Búnaðurinn gefur góða yfirsýn yfir viðburði dagsins.