Öryggismiðstöðin rekur öflugt verkstæði sem sinnir hvers kyns viðgerðum á hjálpartækjum sem seld eru af Öryggismiðstöðinni. Fyrir ísetningar á hjálpartækjum í bifreiðar og viðgerðarþjónustu á slíkum tækjum er fyrirtækið í samstarfi við aðra þjónustuaðila. Við erum einnig með samning við Sjúkratryggingar Íslands um viðgerðarþjónustu.
Ertu með hjálpartæki í láni frá Sjúkratryggingum Íslands (SÍ) sem þarfnast viðgerðar? Öryggismiðstöðin er með samning við SÍ um viðgerðir hjálpartækja og rekur fullbúið verkstæði. Við tökum við hjálpartækjum sem seld eru af Öryggismiðstöðinni á verkstæði okkar að Askalind 2a í Kópavogi.
Fyrir stærri hjálpartæki er hægt að hringja í síma 570-2400 og óska eftir að tækið verði sótt.
Samstarfsaðili um ísetningu hjálpartækja í bifreiðar og viðgerðarþjónustu við bifreiðalausnir er Bílasport ehf. Bílasport er staðsett við Bryggjuvör 3, 200 Kópavogi.
Okkar þjónusta felur í sér að við sækjum og sendum í og úr viðgerð þau tæki sem notandi getur ekki komið sjálfur með í hefðbundnum fólksbíl. Fyrir þá aðila mælum við með að senda netpóst til okkar á velferd@oryggi.is eða hringja í síma 570-2400.
Ef póstur er sendur er gott að taka fram:
Við höfum svo samband og finnum í samráði hentuga tímasetningu til að sækja búnaðinn. Ef ekki er raunhæft að flytja tæki af heimili, svo sem sjúkrarúm, bjóðum við viðgerð í heimahúsi.
Ef óskað er eftir fleiri tækjum til viðgerðar er hægt að fylla út þar til gert eyðublað sem finna má hérna fyrir neðanog senda síðan útfyllt á velferd@oryggi.is
Þegar vafi er uppi um gagnsemi viðgerðar sökum aldurs, slits eða alvarleika bilunar hefur verkstæði okkar samband við hjálpartækjamiðstöð SÍ sem metur hvort endurnýja eigi hjálpartæki eða ekki.
Við bjóðum upp á neyðarþjónustu og öryggisaðstoð án tækniþjónustu vegna bilana á hjálpartækjum frá kl. 16:00 - 24:00 virka daga og frá kl. 09:00 - 24:00 um helgar.
Ýmsar aðstæður geta komið upp sem kalla á öryggisaðstoð til notenda, til dæmis að:
Sími neyðarþjónustu er 515-0120.
Verkstæði Öryggismiðstöðvarinnar í Askalind 2a er opið frá kl. 8-16 alla virka daga.
Ráðgjafar okkar veita allar nánari upplýsingar um hjálpartækjaverkstæðið.
Eða hringdu í síma
570 2400