Fara á efnissvæði
Mínar síður Leita

 Leita
EN
Mínar síður 0 Karfa

Essenza 300

Essenza 300

Hágæða sjúkrarúm fyrir heilbrigðisstofnanir með fimmta hjóli sem auðveldar keyrslu og stýringu á rúminu, innbyggðu næturljósi, framlengingu og notendavænum hliðargrindum sem hægt er að taka niður með einu handtaki. ESSENZA 300 er fáanlegt í mismunandi útfærslum með fjölbreyttum aukahlutum til að mæta þörfum notenda. Við bjóðum upp á vandaða þjónustu og eigum helstu auka- og varahluti á lager. Hafðu samband við okkur til að fá frekari upplýsingar.

Panta þjónusturáðgjöf
Essenza 300

Essenza 300 sjúkrarúmið frá LINET er hannað til að laga sig að fjölbreyttum umönnunarþörfum og til að bæta öryggi og þægindi fyrir bæði sjúklinga og heilbrigðisstarfsfólk. Með því að bæta vinnuumhverfi heilbrigðisstarfsfólks er hægt að draga úr álagi á stoðkerfi starfsfólks við umönnun og forföllum tengdu slíku álagi.

Mögulegt er að fá sem veltirúm sem veitir 15° hliðarhalla til að auðvelda umönnun og auka hreyfanleika sjúklings, auk þess að stuðla að þrýstingssáravörnum. Hægt að fá Air2Care innbyggða loftdýnu auk margra viðbótareiginleika sem sérpöntun.

Essenza 300 er núverandi samningsrúm við Landspítala Íslands (LSH).

Það inniheldur röntgenskúffu, hliðargrindur með innbyggðu stjórnborði fyrir notanda, 150 mm hjól og 5. miðjuhjól fyrir betri hreyfanleika, samlæstar bremsur fyrir öryggi, hallarmál í hliðargrind, framlenging á rúmi með einfaldri aðgerð, aukahlutabrautir beggja vegna, sjálfvirkt stopp í 30° hallastillingu fyrir sondugjöf, næturljós og öryggisljós (grænt) þegar rúmið er í neðstu stöðu, fjarstýring fyrir notanda og stjórnborð í snúru fyrir umönnunaraðila.

Fræðsluefni og bæklingur

Myndband

Aníta Jóhannesardóttir

Sérfræðingur / hjúkrunarfræðingur Velferðarlausnir

Branddís Jóna Garðarsdóttir

Sérfræðingur / hjúkrunarfræðingur Velferðarlausnir

Panta ráðgjöf

Ráðgjafar okkar veita allar nánari upplýsingar um Eleganza 2 sjúkrarúmið