Multicare er hannað fyrir langtíma legu á gjörgæslu eða klíníska sárameðferð. Eiginleikar Multicare veita nauðsynlegan stuðning við mikilvæga íhlutun og býður starfsfólki upp á framúrskarandi starfsaðstæður. Þetta tryggir að hægt sé að meðhöndla sjúkling á öruggan hátt og án líkamlegri áreynslu. Karolinska sjúkrahúsið í Svíþjóð notar Multicare inn á gjörgæslu og öðrum bráðasviðum spítalans. Nýrri útgáfa af Multicare X birtist á sjónarsviðið árið 2022 og byggir á velgengni fyrri kynslóð Multicare.
Ný kynslóð af hátækni gjörgæslulausn Multicare X frá Linet, hönnuð af hjúkrunarfræðingum fyrir hjúkrunarfræðinga. Meðal nýjunga má nefna; notendaviðmót Multiboard X sem gerir starfsfólki kleift að stilla helstu aðgerðir rúmsins og samþættrar loftdýnu frá einum skjá, ásamt halla til að bæta lílkamsstöðu, IV & Drive auðveldar starfsfólki að keyra rúmið og nýta innbyggðan keyrsluham rúmsins. Einnig stuðst við nýjustu tækni og er loftdýnan Opticare X samþætt rúminu og sem hefur marga kosti í för með sér. Þrátt fyrir flókna tækni er nýja lausnin leiðandi og auðveld í notkun, auk þess getur hún fylgst með sjúklingum og haft samskipti.
Rúmið var verðlaunað fyrir einstaka hönnun og tækni, Multicare X GOOD DESIGN® verðlaunin 2021.
Hægt er að fræðast meira um Multicare X gjörgæslulausnina frá Linet með því að skoða mjög ítarlega kynningarsíðu á ensku: https://multicarex.linet.com/
Hafðu samband við okkur fyrir til að fá nánari upplýsingar.
Multicare gjörgæslurúmið notar nýstárlega tækni til að mæta krefjandi sérþörfum bráðveikra sjúklinga og aðstoðar starfsfólkið við daglega aðhlynningu. Einstakt úrval af eiginleikum þess hjálpar til að veita mikilvægan stuðning við sjúkling og vinnuaðstæður starfsfólks. Þetta tryggir að hægt sé að meðhöndla sjúkling á öruggan og áreynslulausan máta.
Öflugt stjórnborð
Loftdýna Symbioso
Sjálfvirk veltimeðferð
Undirstell og virkni