GPS neyðarhnappurinn er hentug öryggislausn fyrir þá sem þurfa að kalla eftir aðstoð með einföldum og skjótum hætti. Með rauntíma GPS staðsetningu og öryggisvöktun er hnappurinn kjörinn fyrir fjölbreyttan hóp notenda, m.a. þá sem starfa einir eða í hættulegum aðstæðum.
Helstu eiginleikar GPS neyðarhnappsins
- Þráðlaus staðsetningar- og neyðarhnappur
- Notar GSM, GPS, Bluetooth og WiFi tækni
- Sendir neyðarboð með einu handtaki
- GPS staðsetning í rauntíma – nákvæm staðsetning send með neyðarboði.
- Tvíhliða talsamband – hnappurinn virkar einnig sem fjarskiptatæki við neyðartilvik.
- Öflug rafhlöðuending – hentar til daglegra nota án þess að þurfa stöðuga hleðslu.
- IP67 staðall. Þolir rigningu og raka fyrir notkun utandyra.
- Vefgátt og smáforrit fylgir með.
Vöktun og viðbragð
Hægt er að tengja hnappinn við stjórnstöð Öryggismiðstöðvarinnar sem tryggir vöktun og viðbragð allan sólarhringinn, alla daga ársins. Við neyðarboð getur stjórnstöð því fengið nákvæma staðsetningu á hnappinum, opnað á talsamband og brugðist við með viðeigandi hætti. Einnig er hægt að vera með eigin vöktun á hnappinum af starfsfólki þar sem boð berast í gegnum símtal, SMS eða tilkynningum í appi.
Viðskiptavinir okkar geta ávallt treyst á persónulega og faglega þjónustu Öryggismiðstöðvarinnar og við hjálpum þér að velja lausn sem hentar.