Bjóðum upp á mjög fjölbreytt úrval af flutningsseglum fyrir henta í ólíkum aðstæðum og eftir færni einstaklings. Helstu tegundir í flutningsseglum má nefna: fóðruð, bað/sturtu, salernis, stuðnings, sit-on og pokasegl. Öll flutningssegl eru síðan til í misjöfnum stærðum og gerðum. Hafðu samband til að fá faglega ráðgjöf um val á flutningssegli.
Við bjóðum upp á fjölbreytt úrval af flutningsseglum sem henta mismunandi aðstæðum og búnaði. Öll flutningssegl eru til í mismunandi stærðum og útfærslum eftir færni og getu einstaklings. Yfirlit yfir vörunúmer o.fl. má finna í í eftirfarandi PDF skjali Fólkslyftarar Etac Molift 2023
Stærðir á flutningsseglum eru flokkaðar eftir þyngd einstaklings:
Hæð og breidd hverjar tegundar má sjá á næstu myndum:
RgoSling HighBack veitir stuðning við efri líkamann og höfuðið. Það gerir notandanum kleift að sitja í örlítið hallandi stöðu sem hentar notendum með skerta getu við að halda höfði.
RgoSling MediumBack er án stuðning við höfuð og hentar þeim sem geta haldið höfði. Einnig möguleiki að halla notenda fram eða aftur í flutningssegli eftir hvar fest er í.
RgoSling HighBack Net er baðsegl sem er framleitt úr mjúkum nemöskva. Efnið andar vel og þornar fljótt. Hentar notendum með skertan höfuðstuðning. Baðseglið er létt og þægilegt og getur því hentar í fjölbreyttum aðstæðum.
RgoSling HighBack Net er baðsegl sem er framleitt úr mjúkum nemöskva. Efnið andar vel og þornar fljótt. Hentar notendum sem geta haldið höfði. Baðseglið er létt og þægilegt og getur því hentar í fjölbreyttum aðstæðum.
RgoSling Toilet HighBack er WC flutningssegl sem er hannað fyrir salernisaðstæður. Seglið veitir góðan stuðning við bol og er tvöföld beltisspenna til að tryggja öryggi við flutning. Sveigjanleg hengigöt á seglinu gerir umönnunaraðila að halla notenda eftir færni og getu hans.
RgoSling Toilet LowBack er WC flutningssegl sem er hannað fyrir salernisaðstæður og fyrir þá sem hafa góðan efri bolstyrk. Seglið veitir góðan stuðning við mjaðmir og er tvöföld beltisspenna til að tryggja öryggi við flutning. Sveigjanleg hengigöt á seglinu gerir umönnunaraðila að halla notenda eftir færni og getu hans.
Molift RgoSling Amputee HighBack er stuðningsbelti sem hentar einstaklingum með skerta vöðvaspennu eða útlimamissi. Góður stuðningur við höfuð. Hentar einnig börnum vel þar sem seglopið er þrengra og tekur betur undir, og minni líkur að barnið rennur í gegnum opið. Einnig er tvöföld beltisspenna sem veitir aukið öryggi við flutning.
Molift RgoSling Amputee MediumBack er stuðningsbelti sem hentar einstaklingum með skerta vöðvaspennu eða útlimamissi. Hentar einnig börnum vel þar sem seglopið er þrengra og tekur betur undir, og minni líkur að barnið rennur í gegnum opið. Einnig er tvöföld beltisspenna sem veitir aukið öryggi við flutning.
Molift RgoSling Comfort HighBack er pokasegl sem tekur utan um allan líkamann. Það hentar líka vel ef skilja á eftir pokaseglið undir notenda í hjólastól. Veitir góðan stuðning fyrir allt bakið og auðvelt að dreifa álagi. Notist eingöngu við flutning úr liggjandi stöðu.
Molift RgoSling Shadow HighBack Net er sit-on flutningssegl sem hentar vel fyrir notendur sem þurfa að sitja í seglinu í hjólastól með sérmóti. Mjög góður stuðningur og engar ólar eða saumar á yfirborðinu til að vernda viðkvæma húð. Andar vel og veitir stuðning við allann líkamann ásamt höfði.
Ráðgjafar okkar veita allar nánari upplýsingar um fólkslyftara.
Eða hringdu í síma
570 2400