Við bjóðum upp á heildræna þjónustu í bílabreytingum fyrir alla aldurshópa. Ráðgjöfin er einstaklingsbundin og framkvæmd af fagaðilum með heilbrigðismenntun og umhyggju að leiðarljósi. Öryggismiðstöðin er í samstarfi við öflugt og fullbúið bílabreytingaverkstæði með reynslumiklu starfsfólki innanborðs. Þar er boðið upp á sérhæfðar bílabreytingar fyrir einstaklinga, stofnanir og fyrirtæki.
Heildræn nálgun og samvinna er lykillinn að farsælli vegferð við að finna heppilega lausn fyrir notendur til að geta notið betri lífsgæða. Okkar markmið er að bjóða upp á heildstæða ráðgjöf og prófanir í sérstökum sýningarbíl sem hefur verið breytt. Allur öryggis- og tækjabúnaður er keyptur frá viðurkenndum aðilum.
Aðrar algengar lausnir má nefna ísetningu á kennslutækjum í bifreiðar fyrir ökukennara, búnaður fyrir ferðaþjónustu fatlaðra eða ferðaþjónustuaðila s.s. lyftur, festingar, bakstuðningur eða aðrar sértækar breytingar.
Val aksturstækja er persónubundin og fer eftir þörfum hvers og eins notanda. Við mælum með að einstaklingar skoði vel það sem er í boði áður en ákvörðun er tekin. Innra rými bifreiðar getur haft áhrif á hvaða aksturstæki henta best.
Við mælum með að fólk noti stýrishnúð þar sem það veitir meira öryggi við akstur. Hægt er að velja um kúlugrip eða byssugrip.
Hægt er að fá rofabúnað til að aðstoða ökumann við að nýta sér almennar aðgerðir bifreiða t.d. stefnuljós, rúðuþurrkur, háuljósin o.fl. Fjöldi aðgerða fer eftir tegund bifreiða.
Fyrir flóknari stýribúnað, þá bjóðum við upp á sérhæfða aðlögun fyrir notendur til að keyra bifreiðar með stýripinna.
Við bjóðum upp á úrval af aksturstækjum og rofabúnaði sem henta mismunandi bíltegundum og þörfum einstaklinga. Öll aksturstæki er hægt að fá fyrir vinstri eða hægri hendi. Rofabúnaði er háð bíltegund.
Carospeed Classic er alhliða aksturstæki sem er aðlöguð að notanda og færir bensíngjöfina og bremsupedalana í leiðandi handstýringu; dragur stöngina að fyrir inngjöf og ýtir á til að bremsa.
VEIGEL Compact II aksturstækið sameinar nýstárlega notkun með frábærum þægindum og glæsilegri hönnun. Handfangið er aðlagað til að auðvelda inngjöf og virkja bremsuna. Hægt er að læsa bremsunni tímabundið með vélbúnaði sem er innbyggður í handfangið.
Verðlaunahönnun aksturstækisins veitir ökumanni margvíslegan ávinning við akstur. Áreynslulaus inngjöf með því að snúa handfanginu réttsælis. Bremsan er virkjum með því að ýta létt áfram og læsa henni áreynslulaust. Lögun handgripsins dregur úr þreytu við lengri akstur.
Nýjasta hönnunin í aksturstækjum og er mun auðveldari í notkun þökk sé nýstárlegri rafrænni hröðun, sem gerir þér kleift að upplifa ökutækið þitt á alveg nýjan máta. Auðvelt er að stjórna hemlun og hröðun með því að nota höndina. Vinnuvistfræðileg lögun handfangsins gerir kleift að keyra þreytulausan.
Vinstri fóta inngjöf er einfalt hjálpartæki sem færir inngjöfina yfir til vinstri í þeim tilfellum sem notendur geta ekki notað hægri fótinn. Búnaðurinn er skrúfaður fastur í ákveðinn bíl og ekki hægt flytja milli bifreiða nema með aðstoð frá tæknimanni.
Einfaldur stýrishnúður með kúlugripi til að auðvelda ökumanni að snúa stýri við akstur. Hægt að fjarlægja hnúðinn af stýri með auðveldum hætti. Stýrishnúðurinn léttir verulega undir ökumanni sem stýrir með aðra hönd á stýri þegar þörf er fyrir að beygja bifreið. Ökumaður getur þá hvílt hina hendina á aksturstæki sem stuðlar að öruggum akstri í umferðinni.
Möguleiki að tengja rofabúnað við bifreið. Hægt að bæta við allt að 13 aðgerðum en það er mismunandi eftir bíltegundum. Helstu aðgerðir eru; Stefnuljós, ljós/háuljós, flauta, rúðuþurrkur og rúðupiss fyrir fram- og afturrúðu, hliðarljós, næturljós, "hazard" ljós.
Byssugrip með rofabúnaði. Hægt að bæta við allt að 13 aðgerðum en það er mismunandi eftir bíltegundum. Helstu aðgerðir eru; Stefnuljós, ljós/háuljós, flauta, rúðuþurrkur og rúðupiss fyrir fram- og afturrúðu, hliðarljós, næturljós, "hazard" ljós.
Þráðlaus rofabúnaður sem hægt er að staðsetja nær aksturstækis eða eftir þörfum ökumanns. Gerir ökumanni kleift að stjórna allt að sjö aðgerðum bifreiðar án þess að þurfa að taka höndina af aksturstækinu. Helstu aðgerðir eru; stefnuljós, ljós, flautu o.fl.
Nytsamlegir bæklingar um aksturstæki, stýrishnúð og rofabúnað
Að setjast inn í bifreið getur verið stór áskorun fyrir marga. Það getur jafnvel verið erfitt eða ómögulegt fyrir suma. Þrátt fyrir það, eru til ýmis hjálpartæki sem hjálpa þér að setjast inn í bifreið sem eru hönnuð fyrir bæði ökumann og farþega. Lausirnar taka mið af færni og getu einstaklings hverju sinni. Huga þarf að mörgum þáttum og er ágætt að velta fyrir sér eftirfarandi þrjár spurningar áður en áfram er haldið.
Flutningsbretti er einföld lausn sem hjálpar fólki að flytja sig frá hjólastól yfir í bílsæti.
Með snúningssæti er átt við að aðlaga bifreið með þeim hætti að sæti getið snúið út úr bílnum og þannig auðveldað einstaklingum að setjast.
Sætalyftur eru rafknúnar snúningslyftur sem eru sett undir sérútbúið sæti sem snýst út úr bílnum og færir sig niður. Hentar vel í hærri og stærri bifreiðar.
Fyrir einstaklinga sem geta ekki staðið upp úr hjólastól, þá er möguleiki að geta flutt sig í framsæti á bifreið án þess að standa upp úr stólnum. Viðkomandi er þá fluttur í sérstökum Bíla-hjólastól sem auðveldar flutning og léttir undir við aðstoð.
Með flestum breytingum er þörf á að skipta út upprunalegu bílsæti fyrir sérútbúnu sæti sem er aðlagað að þörfum notenda. Sætið er minna og því auðveldara að snúa því út úr bílnum.
Einföld lausn sem léttir undir við flutning inn í bifreið. Flutningsbrettið er einfalt hjálpartæki sem hægt er að fella út við hliðina á sætinu og gefur þér rúmgott svæði til að flytja þig yfir í hjólastól.
Turny Low Vehicle er snúingslyfta sem snýst og færir bílsætið næstum því alveg út fyrir ökutækið. Þetta auðveldar þér að setjast niður eða flytja þig úr hjólastól. Þegar þú ert kominn í sætið, ýtirðu á hnapp á fjarstýringu til að fara inn eða út úr bifreið.
Turny 6-way er sætalyfta á sleða fyrir notendur sem þurfa flytja sig yfir í framsætið inn í stærri bifreið. Það er auðveldara að flytja sig frá hjólastól yfir í framsætið með Turny 6-way. Flutningurinn krefst minni orku og vöðvastyrk af notanda við flutning vegna þess að sætið getur snúið alveg að notanda.
Turny Evo er lausn sem hentar þeim sem þurfa hjálp við að komast inn og út úr bifreið. Með sætalyftunni er hægt að færa sætið alveg út fyrir ökutækið og lækkar sig niður í þá hæð sem hentar hverju sinni. Lausn sem getur hentar fjölbreyttum hóp notenda.
BEf þú ert hjolastólanotandi og átt í vandræðum með að flytja þig yfir í bílsæti, gæti þetta verið rétta lausnin? Carony Classic er upprunaleg útgáfa af þessari snilldar uppfinningu sem auðveldar flutning yfir í bifreið. Helstu kostir eru:
Carony er nýrri uppfærsla af bila-hjólastólnum (Carony Classic) sem auðveldar flutning notanda yfir í framsætið. Hjólastólanotandi fluttur inn í bireið í fjórum einföldum skrefum
Einfaldasta lausnin til að flytja farþega frá hjólastól yfir í bifreið. Lyftarinn kemur í þrem pörtum og er hann festur tímabundið við hurðarspjaldið á meðan notandi er fluttur yfir í farþegasætið. Lyftarinn er síðan geymdur og notandi má sitja í lyftiseglinu á meðan.
Nytsamlegir bæklingar um búnað í tengslum við að setjast í bifreið.
Hjálpartæki koma í ýmsum stærðum og gerðum. Það getur verið vandasamt að finna hentuga leið til að geyma búnaðinn í bifreiðina. Huga þarf að mörgum þáttum og er ágætt að byrja að velta fyrir sér eftirfarandi spurningum;
Í næsta skrefi er þarf að velta fyrir sér eftirfarandi spurningum áður en val á lyftibúnaði fer fram;
Hægt er að flokka lyftibúnað í bifreið í eftirfarandi flokka, þó er það háð þeim svörum sem komu fram hér á undan;
Krani í skott er til í nokkrum útfærslum sem henta mismunandi bifreiðum og hjálpartækjum. Gerir kröfur um færni notanda við að geta stutt hjálpartækið inn í bifreið.
Sleði í skott er lyftibúnaður sem rennur fram og krækir í hjálpartækið og dregur það inn í bifreið. Hentar fyrir hjólastóla með eða án aflbúnaðar.
Sleði inn um hliðarhurð færir þér hjólastólinn að ökumanni. Lausn sem hentar aðeins í ákveðnar tegundir bifreiða og er háð breidd hjólastóls.
Armur í skott fyrir ökumenn sem nota fastramma hjólastóla. Sérhæfð lausn sem krefst nákvæmar mælingar á bifreið og hjólastól.
Farangursbox til að varðveita hjólastól fyrir ökumann. Eina lausnin sem tekur ekkert pláss í bílnum!
Algengustu bílabreytingar eru hjólastólalyftur sem eru settar í afturhlera sem gerir einstaklingum í hjólastól kleift að keyra beint inn í bifreið. Þessar lausnir eru eingöngu fyrir meðal og stærri sendibifreiðar.
Undirvagnslyftur eru hjólastólalyftur sem eru festar undir sendibifreið með rennihurð. Hentar þeim sem þurfa hafa fleiri sæti í bifreiðum
Bifreiðarampar er ódýr og handhæg leið til að breyta sendibifreið í hjólastólabíl. Hentar vel fyrir leigubifreiðar og ferðaþjónustu sem vilja hafa valið.
Vinsældir á lækkuðu gólfi í minni sendibifreið hefur aukist sl. ár. Þá gefst einstaklingum kostur á að sitja aftast í venjulegum eða rafknúnum hjólastól.
Lyfta sem bíður upp á stærsta pallinn en lægstu hæðina. Skyggir ekki á útsýnið og passar í meðal sendibifreiðar t.d. vclass eða multivan. Er til á öryggislager.
Folding lift E-1500
Lyfta sem opnast við miðju í uppréttri stöðu. Auðveldar aðgengi að afturhlera t.d. fyrir innkaupapoka. Til í tveim útfærslum. Möguleiki á ísetningu í VW T6 eða MB V-Class/Vito
E-1050 Split
E-1320 Split
Lyfta með heilum lyftupalli í stærri sendibíla. Færri hreyfanlegir hlutir og henta því sérlega vel fyrir ferðaþjónustu bifreiðar.
E-1050 Solid
E-1320 Solid
E-1500 Solid
Undirvagnslyfta sem er sett undir hlið sendiferðabifreiðar. Gerir einstaklingum í hjólastól að fara inn um hlið bílsins. Möguleiki á að halda fleiri sætum í bifreið. Til í tveim útfærslum: K70 og K90 eða 7 cm og 9 cm á þykkt. Pallastærð: 76 x 120 cm (80 cm breidd á K90) Burðarþol: 300 kg Þyngd: 170-175 kg
Helstu eiginleikar:
Bjóðum upp á rampa sem hægt er að fella saman í tvo eða þrjá hluta. Auðvelt að taka rampinn saman með einu handtaki. Fellanlegur rampur fyrir bíla sem fellur í þrjá hluta og dregur úr hæð rampsins þegar hann er samanbrotinn í bílnum og eykur útsýni frá baksýnispegli.
Lækkað gólf í minni sendibifreið t.d. VW Caddy fyrir farþega í hjólastól. *ath. ekki hægt að breyta ökutæki með fjórhjóladrifi
Helstu kostir eru:
Ýtarefni um þær lausnir sem fjallað er um:
Við bjóðum upp á fjölbreyttan búnað í tengslum við öryggi farþega í hjólastól. Til að flytja einstakling í hjólastól í bifreið krefst fjórar krókfestingar, tvær að framan og tvær að aftan. Að auki þarf notandi sem situr í hjólastólnum að nota þriggja punkta öryggisbelti.
Við trúum því að allir eigi jafnan aðgang að ferðast með öruggum hætti í bifreið. Við höfum góðan skilning á þörfum notenda og endurspeglast það í fjölbreyttu úrvali okkar á öryggislausnum.
Okkar helsta vöruúrval nær yfir alls kyns hjólastólafestingar, allt frá gólffestingum í ökutækinu sjálfu til öryggisbelti fyrir farþega. Allar öryggisfestingar okkar uppfylla lágmarkskröfur ISO 10542.
Til að hjálpa þér að vinna réttu lausnina höfum við tekið saman algengustu lausnirnar. Ef þú þarft frekari aðstoð, ekki hika við að hafa samband við okkur og bóka tíma í ráðgjöf.
Krókfestingar ásamt mittisbelti í mismunandi útfærslum. Eigum ávallt til á lager krókfestingar í bolla eða braut.
Eigum ýmsar gerðir af beltum t.d. hæðarstillanleg sem henta fyrir mismunandi aðstæður hverju sinni. Val á belti fer eftir því hvernig hjólastólinn er festur.
Dahl Docking System er sérstök festing fyrir rafknúna hjólastóla. Styður ákveðnar tegundir hjólastóla.
Höfuð- og bakpúði (e. Futuresafe) er notað í þeim tilvikum þar sem höfuðpúði er ekki til staðar á hjólastól.
Nytasmlegat efni í tengslum við þær lausnir sem við bjóðum upp á.
Ráðgjafar okkar veita þér allar nánari upplýsingar um bifreiðalausnir.
Eða hringdu í síma
570 2400