Ísbúðir Huppu opnuðu fyrstu ísbúðina á Selfossi árið 2013. Ísbúðunum fjölgaði hratt, enda ísinn bæði vinsæll og eftirsóttur. Í dag eru verslanir Huppu sjö talsins á höfuðborgarsvæðinu, Borgarnesi, Hafnarfirði, Garðabæ og heimabæ Huppu á Selfossi. Í verslunum Huppu er lögð sérstök áhersla á góðan ís, bragðarefi, góða stemmingu og framúrskarandi þjónustu.
Við hjá Öryggismiðstöðinni viljum líka veita framúrskarandi þjónustu með okkar lausnum og gætum öryggis í öllum verslunum Huppu með Snjallöryggi, öryggiskerfi sem vaktar fyrirtæki, heimili og sumarhús.
Öryggiskerfi sem hægt er að tengja við reykskynjara, hreyfiskynjara, hurðarofa, gasnema og vatnsleka skynjara, snjalllása og myndavélar og hægt er að stýra með appi í síma eða spjaldtölvu. Þar er hægt að stofna notendur, sjá atvikaskrá, virkja kerfi, afvirkja það og jafnvel sjá hitastig í vörðum rýmum ásamt ýmsum öðrum snjöllum valmöguleikum.