Tölvutek er með verslanir bæði í Reykjavík og á Akureyri.
Tölvutek er leiðandi fyrirtæki í tölvubúnaði til heimila og smærri fyrirtækja á Íslandi. Eftir gott samtal við forsvarsmenn öryggismála á þeim bænum var lagt upp með að innleiða nýlega lausn frá Öryggismiðstöðinni.
Lausnir frá Öryggismiðstöðinni
Fyrir utan hefðbundin opnunartíma Tölvuteks sinnir Öryggismiðstöðin meðal annars myndvöktun á svæðinu.
Myndvöktunin fer fram með myndeftirlitshugbúnaði og myndavélum sem útbúnar eru með sérstökum greiningalausnum sem senda frá sér viðvaranir ef óboðinn gestur ber að garði. Kerfið sendir þá frá sér boð sem móttekin eru af vaktmiðstöð Öryggismiðstöðvarinnar sem samstundis getur brugðist við með því að senda viðeigandi viðbragðsaðila á vettvang. Einnig er hægt að virkja hátalara á staðnum sem upplýsir um að svæðið sé vaktað með tilheyrandi komu viðbragðsaðila skyldu óboðnir gestir ekki yfirgefa vettvang samstundis.
Lausnin hefur fengið góðar undirtektir þar sem hún hefur verið sett upp hjá ýmsum aðilum til að koma í veg fyrir þjófnaði og skemmdarverk.