Sky Lagoon er baðlón staðsett á Kársnesi í Kópavogi sem opnaði í apríl árið 2021.
Þessi fallega perla í íslenskri baðmenningu endurspeglar einstaka náttúru Íslands. Gestir Sky Lagoon ganga inn í sannkallaðan ævintýraheim umvafin íslenskri náttúru með einstakt útsýni yfir hafið. Í lóninu er 75 metra langur óendanleikakantur sem lætur himinn og haf renna saman þegar horft er yfir hann úr lóninu.
Í Sky Lagoon snýst upplifun gesta um 7 skrefa spa ferðalag þar sem heilunarmáttur vatnsins, þurrgufa og blautgufa skapa vellíðan fyrir sál og líkama.
Lausnir frá Öryggismiðstöðinni
Í Sky Lagoon eru nýttar búningaskápalæsingar frá Austurríska framleiðandanum Gantner. Gantner er leiðandi fyrirtæki í aðgangslausnum fyrir baðstaði og aðra afþreyingu. Hluti af þessari lausn er hugbúnaður sem heldur utan um og skráir sölu á öllum þeim varningi og vörum sem boðið er upp á. Samþætting þessara þátta, aðgengi að búningaskápum og kaup á vörum og veitingum er lykilþáttur í rekstri Sky Lagoon.
Í baðlóninu er öryggi gesta í hávegum haft og má finna þar öflugt myndeftirlitskerfi frá Öryggismiðstöðinni sem samsett er af myndgreiningarlausnum frá hugbúnaðarframleiðandanum Milestone og nýjustu tækni í eftirlitsmyndavélum frá Dahua.
Aðgangsstýring um starfsmannarými og öryggiskerfi Sky Lagoon heitir Integriti og er það eitt mest selda öryggis- og aðgangskerfi landsins. Integriti kemur frá Inner Range en samstarf Öryggismiðstöðvarinnar og Inner Ranger hefur varað í yfir 20 ár.
Öryggismiðstöðin er stoltur samstarfsaðili Sky Lagoon.