Fara á efnissvæði
Mínar síður Leita

 Leita
EN
Mínar síður 0 Karfa

Aðgangskerfi,

Öryggiskerfi

Ný aðgangshlið

Öryggismiðstöðin hefur unnið að því að setja upp og innleiða ný aðgangshlið að höfuðstöðvum fyrirtækis þar sem öryggiskröfur eru gríðarlega miklar í alþjóðlegum samanburði.

Fyrirtækið gegnir mikilvægu og veigamiklu hlutverki á landinu samhliða því að starfa í umhverfi þar sem kröfur eru sífellt að aukast og áhersla á öryggi er í fyrirrúmi.

Eftir ítarlega skoðun og mat á þörfum viðskiptavinarins urðu lausnir frá Öryggismiðstöðinni fyrir valinu, svokölluð tunnuhlið (e. turnstiles). Tunnuhlið stjórna aðgengi með því að leyfa aðeins einum einstaklingi að fara í gegnum þau í einu. Þetta tryggir að aðeins þeir sem hafa heimild fá að fara í gegn eða inn á ákveðin svæði. Tunnuhliðin eru útbúin með viðbragðskerfi sem lætur vita ef einhver reynir að komast í gegn án leyfis.

Framleiðandi hliðanna er þekktur fyrir að búa til hágæða og áreiðanleg tunnuhlið og sérhæfir sig í að þróa lausnir sem mæta ýmsum þörfum viðskiptavina hvað varðar gæði, öryggi og stjórnun mannflæðis. Notuð er háþróuð tækni og strangar prófanir sem tryggja að vörurnar standist alþjóðlega staðla og kröfur. Framleiðandinn hefur verið leiðandi í að þróa nýstárlegar lausnir sem mæta síbreytilegum þörfum viðskiptavina hvað varðar öryggi og skilvirkni í aðgangsstýringu. Allar vörurnar eru framleiddar úr hágæða efnum undir ströngu gæðaeftirliti sem tryggir langan endingartíma og litla viðhaldsþörf.

Öryggismiðstöðin er leiðandi fyrirtæki í öryggislausnum og þjónustu á Íslandi. Fyrirtækið býður upp á fjölbreyttar þjónustur sem eru hannaðar til að auka öryggi einstaklinga, heimila og fyrirtækja.

Við erum stolt af því að fyrirtækið hafi valið aðgangshliðin frá Öryggismiðstöðinni og þökkum starfsmönnum þess og öðrum sem að verkefninu komu fyrir gott samstarf við innleiðinguna.

Andrés Gestsson

Viðskiptastjóri Sala og ráðgjöf

Þengill Ólafsson

Viðskiptastjóri Sala og ráðgjöf

Ráðgjafar okkar veita allar nánari upplýsingar

Eða hringdu í síma

570 2400