Öryggismiðstöðin innleiddi á dögunum nýja lausn í dyrasímakerfum frá Dahua, sem reynst hafa vel víða um heim.
Dahua er einn helsti samstarfsaðili Öryggismiðstöðvarinnar í eftirlitsmyndavélum með áralangt samstarf að baki.
Öryggismiðstöðin og húsfélagið í Ásholti 4-42 réðust í allsherjar útskipti á dyrasímakerfi í íbúðakjarna sem inniheldur rúmlega 60 íbúðir þar sem dyrasímakerfið á staðnum var komið til ára sinna og þarfnaðist útskiptingar.
Eftir fundi, ráðgjöf og önnur samskipti um dyrasímakerfið, núverandi eftirlitsmyndavélakerfi og framtíðar hugmyndir í aðgangsstýringum var fundin lausn sem hentaði best fyrir húsfélagið. Lausnin samanstendur af dyrasímakerfi með tali og myndavélum ásamt 7“ snertiskjám. Með þeim hætti var hægt að nýta lagnir sem fyrir voru, verkefninu til hagræðingar.
Sérfræðingar Öryggismiðstöðvarinnar sinntu þarfagreiningu, stilltu upp verkáætlun í samráð við viðskiptavin og sáu um uppsetningu og forritun á dyrasímakerfinu.
Mikil ánægja er með lausnina og gekk samstarfið vonum framar samkvæmt Andrési Bergi Bergssyni, húsverðinum í Ásholti 4-42.