Fara á efnissvæði
Mínar síður Leita

 Leita
EN
Mínar síður 0 Karfa

Sjálfbærnistefna

Sjálfbærnistefna Öryggismiðstöðvarinnar

Öryggismiðstöðin skuldbindur sig til þess að hafa sjálfbærni í fyrirrúmi og innleiða hana í kjarnastarfsemi sína.

Fyrirtækið setur sér mælanleg markmið og stuðlar með góðum stjórnarháttum, ákvörðunum og aðgerðum að því að árangur náist til eflingar á sjálfbærni fyrirtækisins. Öryggismiðstöðin veiti árlega upplýsingar til hagaðila um stöðu markmiða og þróun árangurs.

Áhersla verði á eftirfarandi þrjú af heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna: heilsu og vellíðan, jafnrétti kynjanna og ábyrga neyslu og framleiðslu. Við úthlutun samfélagsstyrkja sé litið til skyldleika málefnis við heimsmarkmiðin þrjú.  Umhverfisáhrif af rekstri fyrirtækisins eru mæld eins og kostur er og leitast verður við að lágmarka þau með markvissum aðgerðum.

Öryggismiðstöðin deilir með öðrum fyrirtækjum reynslu og árangri og lætur þannig gott af sér leiða og er til fyrirmyndar í sjálfbærni, fremst í sínum geira með gildi fyrirtækisins að vopni: forystu, umhyggju og traust.