1. Tilgangur og umfang
Mannauðsstefna Öryggismiðstöðvarinnar er tilgreind í starfsmannahandbók fyrirtækisins.
Öryggismiðstöðin leitast við að ráða til sín hæft og metnaðarfullt starfsfólk sem vinnur eftir gildum okkar, forysta, umhyggja og traust. Þessi leiðarljós ásamt stöðugri símenntun miða að því að efla starfsmenn, viðhalda öflugri liðsheild, tryggja ánægju viðskiptavina og hámarka árangur fyrirtækisins.
Eftirfarandi þættir eru leiðarljós okkar við stjórnun mannauðs hjá Öryggismiðstöðinni:
2. Stefna
Ráðningar og starfslok
Við ráðum til starfa hæfasta fólkið á okkar starfssviðum.
Unnið er faglega að ráðningum og til eru starfslýsingar fyrir öll störf.
Við tökum öll vel á móti nýliðum og fá þeir stuðning og þjálfun í starfi.
Starfsmönnum sem hætta störfum hjá fyrirtækinu er boðið upp á starfslokasamtal við sinn næsta yfirmann eða mannauðsstjóra og ávallt leitast við að starfslok verði með jákvæðum hætti.
Starfsmönnum, sem láta af störfum fyrir aldurssakir, er boðið að fara á sérstakt námskeið fyrir þá sem eru að hverfa af vinnumarkaði vegna aldurs.
Fræðsla og starfsþróun
Við berum ábyrgð á hæfni okkar og frammistöðu.
Við öflum okkur þeirrar þekkingar sem starf okkar krefst.
Við skiljum að það er ábyrgð okkar að þekkja vöru- og þjónustuframboð fyrirtækisins.
Öryggismiðstöðin hvetur starfsfólk til að þróast og vaxa í starfi. Boðið er upp á vönduð námskeið sem og þjálfun sem miðar að því að gera starfsmenn sem hæfasta í starfi.
Lögð er áherslu á tækninýjungar og við fylgjumst öll með því nýjasta á því sviði.
Við kennum hvert öðru.
Starfskjör
Launakjör starfsmanna taka mið af kjarasamningum þar sem við á.
Þar sem laun eru ákveðin með persónubundnum hætti hjá Öryggismiðstöðinni taka þau mið af ábyrgð og innihaldi starfsins, hæfni, færni, vinnuframlagi og árangri starfsmanns. Launaupplýsingar er að finna í ráðningarsamningum sem hver og einn starfsmaður skrifar undir.
Öryggismiðstöðin starfar samkvæmt jafnlaunakerfi og er jafnlaunastefnan í samræmi við kröfur jafnlaunastaðalsins ÍST 85:2012 og í samræmi við lög um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna.
Stjórnun og endurgjöf
Skipulag okkar og ferli eru skýr. Við vitum til hvers er ætlast af okkur.
Stjórnendur hvetja og veita skýra endurgjöf.
Stjórnendur og starfsmenn bera sameiginlega ábyrgð á góðu upplýsingaflæði.
Lögð er áhersla á gagnkvæmt traust yfirstjórnar og starfsmanna og stuttar boðleiðir.
Starfsumhverfi
Lögð er áhersla á opið og jákvætt starfsumhverfi, samheldni og að starfsmönnum líði vel í vinnunni.
Við sýnum hvert öðru virðingu í samskiptum og erum stolt af því að vinna hjá Öryggismiðstöðinni.
Lögð er áhersla á að tækjabúnaður og aðstaða sé eins og best verður á kosið.
STE-0449 Mannauðsstefna Öryggismiðstöðvarinnar
Útgáfudags: 16/06/2020