Fara á efnissvæði
Mínar síður Leita

 Leita
EN
Mínar síður 0 Karfa

Jafnlaunastefna

Jafnlaunastefna Öryggismiðstöðvarinnar

1. Umfang

Öryggismiðstöðin starfar samkvæmt jafnlaunakerfi og er jafnlaunastefnan í samræmi við kröfur jafnlaunastaðalsins ÍST 85:2012 og í samræmi við lög um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna. Nær stefnan til allra starfsmanna Öryggismiðstöðvarinnar. Markmið er að fólk fái sömu laun fyrir sömu eða jafnverðmæt störf óháð kyni.

2. Stefna og tilgangur

Tilgangur jafnlaunastefnu

  • Viðhalda jafnlaunakerfi sem byggist á jafnlaunastaðlinum ÍST 85:2012
  • Framkvæma launagreiningu minnst einu sinni á ári þar sem borin eru saman jafnverðmæt störf og athugað hvort mælist munur á launum eftir kyni og kynna helstu niðurstöður fyrir starfsfólki
  • Bregðast við óútskýrðum launamun með stöðugum umbótum og eftirliti
  • Gera innri úttekt og rýna kerfið og árangur þess með stjórnendum minnst árlega
  • Fylgja viðeigandi lögum, reglum sem í gildi eru á hverjum tíma og tengjast jafnlaunakerfi
  • Kynna jafnlaunastefnuna fyrir starfsmönnum Öryggismiðstöðvarinnar og hafa hana aðgengilega á heimasíðu Öryggismiðstöðvarinnar.

Framkvæmdastjóri Fjármála- og rekstrarsviðs Öryggismiðstöðvarinnar ber ábyrgð á jafnlaunastefnu fyrirtækisins, jafnlaunakerfi og að þeim lagalegu kröfum sem tengjast jafnlaunakerfi Öryggismiðstöðvarinnar sé framfylgt. Framkvæmdastjóri Fjármála- og rekstrarsviðs ber einnig ábyrgð á að viðhalda jafnalaunakerfinu í samræmi við staðalinn ÍST 85:2012.

STE-0448 Jafnlaunastefna Öryggismiðstöðvarinnar

Samþykkt 13.12.2022