Annað árið í röð hlýtur UN Women samfélagsstyrk Öryggismiðstöðvarinnar.
Í ár hlýtur UN Women samfélagsstyrk Öryggismiðstöðvarinnar. UN Women á Íslandi er landsnefnd UN Women, stofnunar Sameinuðu þjóðanna sem vinnur að jafnrétti kynjanna og eflingu kvenna á heimsvísu. Landsnefndin stuðlar að vitundarvakningu og fjáröflun fyrir verkefni sem miða að því að uppræta kynbundið ofbeldi og styðja við þolendur.
Stuðningur við fatlaðar konur á flótta
Á árinu 2024 var Öryggismiðstöðin bakhjarl FO herferðar UN Women á Íslandi. Þar var fjármunum safnað til stuðnings konum og stúlkum Súdan. Í Súdan hafa mikil átök leitt til grófs kynferðisofbeldis gegn konum. Sala á FO-húfunni það ár aflaði rúmlega 8 milljón króna til verkefnisin og veitti fjárhagslegan stuðning fyrir um 280 fatlaðar konur á flótta í Kassala-héraði og fjölskyldur þeirra.
Konur eru 69% þeirra sem eru á flótta í Súdan, oft einar á ferð þar sem karlmenn fjölskyldunnar dvelja eftir á átakasvæðum. Fatlaðar konur eru sérstaklega berskjaldaðar og mæta margþættri mismunun, takmörkuðu aðgengi að þjónustu og atvinnuleysi.
Stuðningum sem slíkur veitir þeim atvinnutækifæri, sálrænan stuðning, læknisaðstoð, jafningjastuðning og tryggir aðgengi þeirra að friðarviðræðum. Jafnframt er lögð áhersla á forvarnir gegn kynbundnu ofbeldi og vitundarvakningu til að vinna gegn fordómum í garð fatlaðra kvenna.
Stuðningur Öryggismiðstöðvarinnar við UN Women heldur áfram árið 2025
Vegna árangursríks samstarfs mun Öryggismiðstöðin endurnýja stuðning sinn við FO-herferðina 2025, sem að þessu sinni styður konur og stúlkur í Afganistan, sem hafa verið sviptar grundvallarmannréttindum sínum eftir valdatöku talíbana.
Öryggismiðstöðin hefur sett sér sjálfbærnistefnu og leggur í starfsemi sinni og stefnu áherslu á þrjú af heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna, heilsu og vellíðan, jafnrétti og ábyrga neyslu og framleiðslu. Við úthlutun styrkja er litið til skyldleika málefnisins við heimsmarkmiðin og sjálfbærnistefnu Öryggismiðstöðvarinnar.
Reglulega eru veittar úthlutanir og hægt er að sækja um styrk hér fyrir neðan.