Reglulega eru veittar úthlutanir og hægt er að sækja um styrk hér fyrir neðan.
Í ár hljóta Landssamtökin Þroskahjálp samfélagsstyrk Öryggismiðstöðvarinnar.
Landssamtökin Þroskahjálp hafa allt frá stofnun samtakanna lagt höfuðáherslu á að málefni fatlaðs fólks séu málefni samfélagsins alls og að unnið skuli að þeim í samráði við þá sem sérstakra hagsmuna eiga að gæta.
Fjöldamörg verkefni eru unnin innan Þroskahjálpar og aðildarfélaga samtakanna sem eru 22 talsins. Samfélagsstyrkurinn rennur til sérstaks verkefnis sem snýr að málefnum fatlaðra barna af erlendum uppruna. Meðal annars með því að efla stuðning við fötluð börn af erlendum uppruna og annast fræðslu og ráðgjöf til fagaðila sem vinna með flóttafólki. Einnig að auka aðgengi að upplýsingum og koma í veg fyrir að fötluð börn fari ekki á mis við mikilvæg réttindi og þjónustu.
Öryggismiðstöðin hefur sett sér sjálfbærnistefnu og leggur í starfsemi sinni og stefnu áherslu á þrjú af heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna, heilsu og vellíðan, jafnrétti og ábyrga neyslu og framleiðslu. Við úthlutun styrkja er litið til skyldleika málefnisins við heimsmarkmiðin og sjálfbærnistefnu Öryggismiðstöðvarinnar.