Fara á efnissvæði
Mínar síður Leita

 Leita
EN
Mínar síður 0 Karfa

Samfélagsstyrkir

Styrkhafar í ár

Reglulega eru veittar úthlutanir og hægt er að sækja um styrk hér fyrir neðan.

Í ár hlýtur UN Women samfélagsstyrk Öryggismiðstöðvarinnar. Einnig hlaut UN Women styrkinn í fyrra og er því um endurnýjun á samstarfi að ræða í ár.

Sala á FO-húfunni 2024 aflaði 8.118.170 milljóna króna til verkefna UN Women í Súdan. UN Women á Íslandi þakkar öllum þeim sem studdu við verkefnið með kaupum á FO-húfunni. Öryggismiðstöðin var bakhjarl herferðarinnar og stóð undir öllum framleiðslukostnaði sem gerði UN Women á Íslandi mögulegt að senda svo háa fjárhæð til Súdan. FO-herferðin hefur frá upphafi stutt við verkefni sem hafa það að markmiði að uppræta kynbundið ofbeldi og styðja við þolendur. Í lok síðasta árs barst ný skýrsla frá UN Women um stöðu mála í Súdan. Þar kom í ljós að ásókn í þjónustu fyrir þolendur kynferðisofbeldis jókst um 288% á milli ára. Þá hefur tilkynningum um stríðstengd kynferðisbrot (e. conflict related sexual violence) fjölgað á þeim svæðum hvar átökin eru sem hörðust.

Nánari upplýsingar um UN Women og FO herferðina má finna hér.

Öryggismiðstöðin hefur sett sér sjálfbærnistefnu og leggur í starfsemi sinni og stefnu áherslu á þrjú af heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna, heilsu og vellíðan, jafnrétti og ábyrga neyslu og framleiðslu. Við úthlutun styrkja er litið til skyldleika málefnisins við heimsmarkmiðin og sjálfbærnistefnu Öryggismiðstöðvarinnar.

Vinsamlegast þreyttu þrautina.