Fara á efnissvæði
Mínar síður Leita

 Leita
EN
Mínar síður 0 Karfa

Almennar fréttir

Viðurkenningar Öryggismiðstöðvarinnar árið 2024

Öryggismiðstöðin hefur hlotið viðurkenningu sem Framúrskarandi fyrirtæki hjá Creditinfo og Fyrirmyndarfyrirtæki í rekstri frá Keldunni og Viðskiptablaðinu fyrir árið 2024.

Þetta er ellefta árið í röð sem fyrirtækið hlýtur titilinn Framúrskarandi fyrirtæki Creditinfo, sem aðeins 2,5% allra fyrirtækja á Íslandi ná að öðlast. Slík fyrirtæki eru þekkt fyrir stöðugleika og traustar rekstrarstoðir.

Til að uppfylla þessi skilyrði þurfa fyrirtæki að:

  • Vera í lánshæfisflokki 1-3
  • Skila ársreikningi
  • Hafa jákvæðan rekstrarhagnað og jákvæða ársniðurstöðu síðustu ár
  • Uppfylla tiltekin mörk varðandi tekjur, eignir og eiginfjárhlutfall
  • Fyrirtæki með tekjur yfir 2 milljarða þurfa einnig að svara spurningalista um sjálfbærni.

Við erum einnig verulega stolt af því að vera meðal 1.613 fyrirtækja sem hljóta nafnbótina Fyrirmyndarfyrirtæki í rekstri, sem byggir á ströngum kröfum um eignir, afkomu, tekjur og eiginfjárhlutfall.

Hvoru tveggja eru mikilvægar viðurkenningar fyrir okkur og erum við afar þakklát fyrir traustið og stuðninginn sem gerir okkur kleift að halda áfram að vaxa og þróast.