Fara á efnissvæði
Mínar síður Leita

 Leita
EN
Mínar síður 0 Karfa

Almennar fréttir

Tækifæri í fjarheilbrigðisþjónustu

Örygg­is­miðstöðin og norska heilsu­tæknifyr­ir­tækið Dignio blésu til ráðstefnu á Hilt­on á dögunum um tæki­færi í fjar­heil­brigðisþjón­ustu með áherslu á hvað Íslend­ing­ar geta lært af reynslu Norðmanna.

Afar góð þátt­taka var á ráðstefn­una sem einnig var streymt til þeirra sem höfðu ekki tök á að vera á staðnum, að því er kem­ur fram í til­kynn­ingu.

Á ráðstefn­unni var m.a. er­indi frá Tonje Holm Hjerta­as sem er hjúkr­un­ar­fræðing­ur á Akers­hus-há­skóla­sjúkra­hús­inu í Osló. Hún er í for­svari fyr­ir teymi á sjúkra­hús­inu sem leiðir veg­ferð í inn­leiðingu fjar­heil­brigðisþjón­ustu og breyt­inga á þjón­ustu­ferl­um.

3.600 fá farþjón­ustu

Á ráðstefn­unni kom fram að sjúkra­húsið veit­ir nú um 3.600 ein­stak­ling­um fjarþjón­ustu heim, í gegn­um kerfi Dignio, og hef­ur þannig tek­ist að fækka kom­um á sjúkra­húsið, inn­lagn­ar­dög­um og létta á álagi inn­an spít­al­ans, seg­ir í til­kynn­ing­unni.

Þá hafa rann­sókn­ir í Nor­egi sýnt fram á að ánægja þeirra sem njóta fjarþjón­ust­unn­ar er mjög mik­il. Í Nor­egi hafa kerfi til fjar­heil­brigðisþjón­ustu verið í þróun og nýtt í þjón­ustu allt frá ár­inu 2012.

Í er­indi Sarah Wuu sér­fræðings hjá Dignio kom fram að fyr­ir­tækið gerði ný­lega samn­ing við há­skóla­sjúkra­húsið í Osló, sem er stærsta sjúkra­hús Evr­ópu. Sam­kvæmt þeim samn­ingi mun sjúkra­húsið inn­leiða fjar­heil­brigðisþjón­ustu í verk­ferla sína og bjóða 5.000 ein­stak­ling­um þjón­ustu heim.

Þá var farið yfir stöðu mála hér á landi en í er­indi Mar­grét­ar Bjark­ar og Önnu Mar­grét­ar hjúkr­un­ar­fræðinga í heima­hjúkr­un hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands (HSU) kom fram að stofn­un­in hóf notk­un á kerfi Dignio til fjarheilbrigðisþjónstu á síðasta ári.

Farið var yfir reynsl­una hingað til og þau tæki­færi sem blasa við. Eitt af því sem staðið hef­ur upp úr í verk­efni HSU er hversu fljótt starfs­fólk fann ávinn­ing af notk­un fjar­heil­brigðisþjón­ustu og hversu auðvelt hef­ur reynst fyr­ir eldri borg­ara að til­einka sér tækn­ina.

Sjá ljósmyndir frá ráðstefnunni hér fyrir neðan.

Diljá Guðmundardóttir

Sérfræðingur í heilbrigðislausnum / sjúkraþjálfari Velferð og ráðgjöf

Ómar Örn Jónsson

Framkvæmdastjóri Velferð og ráðgjöf

PANTAÐU RÁÐGJÖF

Ráðgjafar okkar veita allar nánari upplýsingar um fjarheilbrigðisþjónustu.