Fara á efnissvæði
Mínar síður Leita

 Leita
EN
Mínar síður 0 Karfa

Almennar fréttir

Skaffa búnað fyrir flugvelli og fangelsi

Öryggismiðstöðin er nýr samstarfsaðili Rapiscan sem þróar og framleiðir hátækni öryggisbúnað fyrir flugvelli, hafnir og fangelsi. Rapiscan búnaður er nú þegar í notkun víða hérlendis og tekur Öryggismiðstöðin við allri þjónustu, sölu og ráðgjöf á þeim til viðskiptavina. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu.

 

"notkun víða hérlendis og tekur Öryggismiðstöðin við allri þjónustu, sölu og ráðgjöf á þeim til viðskiptavina. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu"

Samstarf okkar við Rapsican er stór og mikilvægur áfangi fyrir okkur enda er fyrirtækið leiðandi í þróun og framleiðslu m.a. á hátæknivæddum myndgreiningarbúnaði og skimunarlausnum. Það er gríðarleg þróun í þessum öryggisbúnaði sem er ætlaður til að skima eftir ýmsum ólöglegum, hættulegum og bönnuðum hlutum, segir Reynir Sævar Ólafsson, framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar hjá Öryggismiðstöðinni.

Myndgreining og skimunarlausnir eru notaðar til að skima fólk og farangur. Nýjasti búnaðurinn skimar allt frá SIM korti í síma uppí 40 feta gám. Nýjustu tæknilausnir Rapiscan bjóða t.d. upp á sneiðmyndatökur af farangri. Þannig sýnir búnaðurinn þrívíddarmyndir á skjánum fyrir viðkomandi starfsmenn flugvallar, hafnar eða fangelsis sem greinir mun meira en hin hefðbundna X-ray tækni sem er í gangi núna, segir Reynir.

Tækin sem um ræðir eru gegnumlýsingarvélar, snefilgreinar, sem greina t.d. sprengiefni og fíkniefni, málmleitarhlið og gegnumlýsingarbílar fyrir stærri einingar eins og gáma. Teknar eru strokur af persónulegum munum farþega og þær greindar í snefilgreini sem síðan nemur hvort um sé að ræða ólögleg eða hættuleg efni eður ei. Nú þegar er ýmis búnaður frá Rapiscan í notkun hér á landi, meðal annars á Keflavíkurflugvelli, í fangelsum og hjá tollgæslu.

Skarphéðinn Eiríksson, sérfræðingur hjá Öryggismiðstöðinni, segir mikla endurnýjun í gangi hvað varðar þróun og framleiðslu á þessum búnaði.

Nú þegar flugið fer á fullt aftur eftir Covid-19 eru þessar öryggislausnir enn stærri þáttur og mikilvægari en áður. Í nýjustu útgáfum af þessum búnaði er sú breyting að farþegar þurfa ekki lengur að taka vökva eða spjald- og fartölvur upp úr handfarangri við öryggisleit á flugvöllum. Þetta mun þýða mikinn tímasparnað og þægindi fyrir farþega og starfsmenn flugvalla. Flæðið í vopnaleit flugvalla verður mun hraðara og betra án þess að það sé slegið af öryggiskröfum, segir Skarphéðinn.

Hann bætir við að tæknisérfræðingar Öryggismiðstöðvarinnar þurfi að fá mjög ítarlega þjálfun varðandi öryggisbúnaðinn.

Þetta er mikið og strangt ferli sem við þurfum að standast. Okkar starfsfólk fær mjög ítarlega þjálfun enda eru gerðar miklar kröfur þegar svona mikilvægur og hátæknivæddur öryggisbúnaður á í hlut. Með þessum búnaði frá Rapiscan erum við að bjóða upp á afar öflugar öryggislausnir fyrir markaðinn, segir Skarphéðinn.

Arnór Freyr Guðmundsson

Viðskiptastjóri Sala og ráðgjöf

Pantaðu tíma í ráðgjöf

Ráðgjafar okkar eru við símann núna.

Eða hringdu í síma

570 2400