Almennar fréttir
Ráðstefna Öryggismiðstöðvarinnar og Milestone

Öryggismiðstöðin og Milestone blésu til ráðstefnu á dögunum.
Öryggismiðstöðin og Milestone blésu til ráðstefnu á dögunum.
Við hjá Öryggismiðstöðinni höfum í áraraðir haldið skemmtilega viðburði og fræðandi ráðstefnur fyrir viðskiptavini.
Nú á dögunum blésum við til ráðstefnu í samstarfi við Milestone um það allra nýjasta í hugbúnaði fyrir myndavélakerfi.
Í gegnum tíðina hefur verið litið á myndavélakerfi einungis sem öryggiskerfi en með nýrri tækni og háþróuðum greiningarhugbúnaði geta þau þjónað mun víðari tilgangi.
Milestone hefur verið í fararbroddi á alheimsvísu þegar kemur að myndgreiningarlausnum og hefur okkar hartnær 20 ára samstarf með þeim reynst gífurlega vel.
Meðal annars höfum við hannað sérstaka myndvöktun frá stjórnstöð þar sem við nýtum lausnir frá Milestone í takt við breyttar áherslur og þarfir viðskiptavina.