Fara á efnissvæði
Mínar síður Leita

 Leita
EN
Mínar síður 0 Karfa

Almennar fréttir

Öryggismiðstöðin vaktar Mosfellsbæ

Ljósmynd: Axel Sigurðsson

Öryggismiðstöðin og Mosfellsbær hafa undirritað samstarfssamning með það að markmiði að efla öryggi í öllum fasteignum á vegum sveitarfélagsins.

Samningurinn felur í sér umfangsmikla þjónustu frá Öryggismiðstöðinni, þar á meðal vöktun og viðhald á bruna- og innbrotaviðvörunarkerfum, útkallsþjónustu og árlegt eftirlit á brunakerfum og slökkvitækjum í húseignum Mosfellsbæjar. Sveitarfélagið rekur umfangsmikla starfsemi í yfir 30 byggingum, má þar nefna leik- og grunnskóla, íþróttamannvirki, söfn og sundlaugar.

Með nýja samningnum er markmið Mosfellsbæjar að efla eftirlit og öryggi húseigna og starfsstöðva sveitarfélagsins.

Við hjá Öryggismiðstöðinni erum stolt af því að vinna með Mosfellsbæ að því að tryggja öfluga öryggisþjónustu í takt við þarfir sveitarfélagsins, segir Sverrir Ingi Ólafsson, deildarstjóri hjá Öryggismiðstöðinni.

"Okkar lausnir byggjast á áreiðanlegri öryggisþjónustu í formi öryggiskerfa, útkallsþjónustu og vöktun allan sólarhringinn ásamt viðhaldi og reglubundnu eftirliti. Þessar öflugu þjónustur hafa reynst öðrum sveitarfélögum á landsvísu gífurlega vel", segir Sverrir enn fremur.

Í þessu samstarfi mun Öryggismiðstöðin beita víðtækri reynslu sinni á sviði öryggislausna til að stuðla að auknu öryggi í fasteignum á vegum Mosfellsbæjar.