Almennar fréttir
Öryggismiðstöðin og Grindavíkurbær gera samning

Hallgrímur Brynjólfsson, starfsmaður Öryggismiðstöðvarinnar, handsalar samning um eldvarnaeftirlit við Einar Svein Jónsson, slökkviliðsstjóra Grindavíkurbæjar.
Hallgrímur Brynjólfsson, starfsmaður Öryggismiðstöðvarinnar, handsalar samning um eldvarnaeftirlit við Einar Svein Jónsson, slökkviliðsstjóra Grindavíkurbæjar.
Samkvæmt samningnum mun Öryggismiðstöðin sinna eldvarnaeftirliti fasteigna í samstarfi við slökkvilið Grindavíkur. Um er að ræða fasteignir í eigu Grindavíkurbæjar sem og þeim fasteignum sem skoðunarskylda slökkviliðsins nær til í sveitarfélaginu.
Eldvarnaeftirlit snýst um að tryggja það að mannvirki fullnægi að öllu leiti þeim brunavörnum sem lög og reglugerðir gera kröfu um hverju sinni. Markmið reglugerðar um eldvarnir og eftirlit er að vernda líf, heilsu, umhverfi og eignir með kröfu um fyrirbyggjandi brunavarnir, rekstur þeirra og fullnægjandi eldvarnaeftirliti.
Þar kemur Öryggismiðstöðin til sögunnar og bjóðum við upp á faglega ráðgjöf og þjónustu í eldvörnum og eldvarnaeftirliti.
Kynntu þér þjónustu okkar í brunavörnum.