Almennar fréttir
Íslandshótel og Green Parking gera samstarfssamning
Green Parking, dótturfélag í eigu Öryggismiðstöðvarinnar, sérhæfir sig í nútímalegum bílastæðalausnum fyrir rekstur og gjaldskyldu bílastæða, bílakjallara og bílastæðahúsa.
Þjónustan felst í sjálfvirkri innheimtu bílastæðagjalda með notkun myndavéla, greiðslum í gegnum öpp, rekstri á bílastæðalausn og þjónustu við viðskiptavini.
Green Parking sér um rekstur bílastæða fyrir Fosshótel Baron auk þjónustu við bifreiðaeigendur í tengslum við notkun bílastæðanna. Bílastæðin eru á tveimur stöðum, annars vegar Skúlagötu megin fyrir framan Fosshótel Baron og hins vegar Hverfisgötumegin á bak við hótelið. Gjaldskylda er á umræddum bílastæðum allan sólarhringinn og hægt er að greiða fyrir bílastæði í greiðsluvél eða með smáforriti/appi í síma.
Í appinu EasyPark eru settar inn upplýsingar um ökutæki, þar sem einnig er hægt að haka við „CameraPark“ fyrir sjálfvirkni í greiðslum. Þá er óþarft að skrá ökutæki sérstaklega í stæði en myndavélar lesa númeraplötur við komu og brottför og innheimta bílastæðagjald sjálfvirkt í samræmi við notkunartíma og gildandi gjaldskrá.
Við hjá Fosshótel Barón erum mjög spennt að fara í þetta samstarfsverkefni með Green Parking og sjáum fyrir okkur að með því að setja upp bílastæðakerfi á bílastæðunum okkar tryggjum við að ávallt séu bílastæði laus fyrir viðskiptavini okkar, segir Bergdís Ingibergsdóttir, hótelstjóri Fosshótel Baron.
Áætlað er að gjaldskylda bílastæða við Fosshótel Baron hefjist á næstu dögum.
Við erum ánægð með að geta orðið Fosshótel Baron innan handar með nútímalausn sem tryggir sjálfvirkni í innheimtu bílastæðagjalda. Með tækni eins og þessari og þeirri þjónustu sem við bjóðum viðskiptavinum bílastæða er hægt að leysa svona verkefni á einfaldan hátt, segir Katrín Sverrisdóttir, framkvæmdastjóri Green Parking.
Nánari upplýsingar á greenparking.is