Almennar fréttir,
Blogg
Hægt að fá niðurstöður úr COVID-19 prófi á 15 mínútum
Ný skimunarstöð fyrir COVID-19 skyndipróf hefur verið opnuð í húsnæði Aðaltorgs við Aðalgötu 60 í Reykjanesbæ, skammt frá flugstöð Leifs Eiríkssonar. Um er að ræða svokallað Antigen próf sem skila nákvæmri niðurstöðu á aðeins 15 mínútum.
Prófið er framkvæmt með stroku í nef og niðurstaða er send með QR kóða í tölvupósti til viðkomandi um leið og hún liggur fyrir en framvísa þarf niðurstöðu úr neikvæðu COVID-19 prófi áður en fólk heldur í flug til Bandaríkjanna og fleiri landa.
Skimunarstöðin er einkum ætluð ferðamönnum sem þurfa að vera með niðurstöðu úr nýlegu COVID-19 prófi áður en þeir halda frá Íslandi í ferðalag eða snúa aftur til heimkynna sinna.
Þar kemur einnig fram að bæði stöðin og prófið sem þar er framkvæmt bæti þjónustuna verulega við erlenda ferðamenn sem hafa ferðast hingað til lands, en lengri tíma tekur að fá niðurstöðu úr hefðbundnu PCR prófi sem notast hefur verið við hér á landi auk þess sem skimunar- og greiningargeta er takmarkandi þáttur þar.
Þekking starfsmanna mikil
Öryggismiðstöðin sér um alla framkvæmd á skimunum í nýju stöðinni í samstarfi við rannsóknarstofuna Sameind. Öryggismiðstöðin hefur tekið meginþorra hefðbundinni PCR COVID-19 strokuprófa hér á landi þannig að þekking starfsmanna á skimunum er mjög mikil.
Til að mynda starfa á annað hundrað sérþjálfaðir starfsmenn Öryggismiðstöðvarinnar í flugstöðinni, meðal annars, við sýnatöku hjá komufarþegum.
Hægt er að bóka tíma í COVID-19 hraðpróf á www.testcovid.is.