Öryggismiðstöðin hefur sett á laggirnar farangursþjónustu sem hlotið hefur nafnið BagDrop.
Þessi þjónusta er nýjung hérlendis og er sérhæfð í að sækja farangur og ferðatöskur heim til fólks og sjá um flutning þeirra á flugvöllinn og að innrita þær í flug. Þannig geta viðskiptavinir BagDrop sparað sér tíma og fyrirhöfn og farið beint í öryggisleit við komu í flugstöðina í stað þess að standa löngum stundum í biðröð í brottfararsalnum. Farangurinn er síðan endurheimtur á hefðbundinn máta á töskubelti viðkomandi flugvallar eftir lendingu á áfangastað erlendis.
Það er bæði einfalt og þægilegt að nýta sér þessa þjónustu; þú ferð inn á vefsíðu BagDrop og velur þann tíma sem þér hentar að töskurnar verði sóttar og hefur þær svo tilbúnar ásamt flugmiðanum þegar starfsfólk BagDrop kemur að ná í þær. Allar frekari upplýsingar um verð, skilmála og annað sem viðkemur þjónustu BagDrop er að finna á vefsíðunni bagdrop.is
Fram undan er fjölgun þeirra áfangastaða sem þjónustan verður í boði fyrir og unnið er að því að hægt verði að flytja sérfarangur eins og skíði og golfsett.
Öryggismiðstöðin hefur 25 ára reynslu af umsjón flutninga á verðmætum ásamt því að vera eitt öflugasta þjónustufyrirtæki landsins á ýmsum sviðum. Við leggjum áherslu á að veita persónulega og framúrskarandi þjónustu þar sem gildi fyrirtækisins eru höfð að leiðarljósi; forysta, umhyggja og traust.