Fara á efnissvæði
Mínar síður Leita

 Leita
EN
Mínar síður 0 Karfa

Blogg

Vingcard hótellæsingakerfi - Novel

VingCard Novel opnar nýja möguleika í læsingakerfum hótela.

Næsta kynslóð hurðalæsingatækni mætir því nýjasta í stílhreinni og fágaðri hönnun.

Með tilkomu VingCard Novel frá ASSA ABLOY Global Solutions er stigið skref inn í framtíðina, bæði hvað varðar hönnun og virkni hurðalæsinga.

Hannað með nýstárlegri aðferð sem fellir einingar hverja inn í aðra, þannig að öllum íhlutum er komið fyrir í einum hurðarhúni; býr VingCard Novel ekki einungis yfir getu nýjustu öryggistækni nútímans heldur getur haldið áfram að þróast og fylgt eftir tækniþróun morgundagsins.

Með því að samhæfa á augabragði VingCard Novel við farsíma, færir þú gestum þínum aukin þægindi og gerir þeim kleift að nota símann sinn sem öruggan herbergislykil.

VingCard Novel læsingabúnaður er hannaður með öryggið í fyrirrúmi en jafnframt hannaður til að standast það slit sem fylgir notkun til lengri tíma. Það tryggir bæði langtíma endingu og stöðugt öryggi á háu stigi. Sterkleg hönnun búnaðarins gerir hann tilvalinn fyrir svæði bæði innan- og utandyra, sem tryggir aukið öryggi og áreiðanleika hvort sem um ræðir heitt, kalt, blautt eða þurrt umhverfi.

VingCard Novel byggir á háþróaðri tækni og býr að mikilli endingu en kemur einnig með ferskan andblæ í formi fallegrar hönnunar á hurðarlæsingu. Fágaður og heillandi fyrir augað. Með VingCard Novel fá eigendur hótela einnig læsingarlausn sem er hönnuð með sjálfbærni að leiðarljósi. Frá fyrstu stigum framleiðslunnar allt til úreldingar í enda hringrásar vörunnar; notar VingCard Novel vistvæn efni og vinnubrögð með minna kolefnisspori. Tilvalin lausn fyrir vistvænar byggingar.

Öryggismiðstöðin hefur um árabil verið sölu og þjónustuaðili Vingcard hótellæsinga lausna frá Assa Abloy Global Solutions. Vingcard hefur orðspor fyrir endingu, gæði og áreiðanleika og má finna hótellæsingar frá þessum leiðandi framleiðanda í öllum helstu hótelum landsins.

Frekari upplýsingar um ASSA ABLOY Global Solutions og breiða vörulínu þess í læsingarlausnum fyrir hótel- og gistihúsaiðnaðinn veita ráðgjafar Öryggismiðstöðvarinnar.

Einnig má sjá ítarlegri upplýsingar með því að smella hér.

Þengill Ólafsson

Viðskiptastjóri Sala og ráðgjöf

Pantaðu tíma í ráðgjöf

Ráðgjafar okkar eru við símann núna.

Eða hringdu í síma

570 2400