Fara á efnissvæði
Mínar síður Leita

 Leita
EN
Mínar síður 0 Karfa

Blogg

Varist notkun sérstakra lithium slökkvitækja og forðið ykkur!

Undanfarnar vikur hafa verið að birtast auglýsingar frá fyrirtækjum sem selja lithium slökkvitæki og þau kynnt sem sérstök slökkvitæki fyrir t.d. rafmagnshlaupahjól og önnur tæki sem nota lithium rafhlöður.

Á heimasíðu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunnar um vöruöryggi kemur skýrt fram að ef reykur berst eða eldur kviknar í tæki með lithium rafhlöðu sé alls ekki ráðlagt að gera tilraunir til slökkvistarfs. Rýma eigi húsnæði strax og hringja í 112.

Þar kemur fram að lithium rafhlöður séu oft lokaðar inni í sérstökum hólfum eða geymslum sem slökkviefni eiga erfitt með að komast að og því erfitt að ráða niðurlögum slíkra elda. Einnig myndast fljótt afar eitraður reykur og því mikilvægt forða sér og öðrum út úr húsnæðinu.

Sé um rafmagnshlaupahjól að ræða getur herbergi fyllst af reyk í kjölfar elds og sprengingar á nokkrum sekúndum og því best að hlaða þau utandyra eða á afviknum stað. Nauðsynlegt er að nota rétt hleðslutæki samkvæmt leiðbeiningum framleiðanda og ekki hlaða þegar allir eru sofandi eða enginn til staðar.

Á þessu viljum við vekja sérstaka athygli og hvetja alla til þess að fara að fyrirmælum, gæta fyllsta öryggis og fara eftir öllum leiðbeiningum sem slíkum raftækjum fylgja. Huga að brunavörnum og hafa reykskynjara í öllum rýmum. Mikilvægt er að yfirfara virkni þeirra með reglulegum hætti og í dag er hægt að fá reykskynjara með allt að 10 ára rafhlöðuendingu. Úrval þeirra má finna í vefverslun okkar á oryggi.is.

Við þetta má bæta að auka má enn frekar brunavarnir með Heimilis- og Fyrirtækjaöryggi frá Öryggismiðstöðinni. Öryggiskerfi sem tengd eru stjórnstöð Öryggismiðstöðvarinnar og inniheldur reykskynjara. Öll boð frá öryggiskerfi eru vöktuð allan sólarhringinn, alla daga ársins og brugðist við boðum samstundis. Margoft hafa slíkar lausnir og viðbrögð við boðum frá þeim komið í veg fyrir stórtjón og bjargað mannslífum.

Nánara fræðsluefni um notkun lithium slökkvitækja má finna á heimasíðu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunnar með því að smella hérna.

Aron Björn Kristinsson

Öryggisráðgjafi Sala og ráðgjöf
Kristófer Lúðvíksson

Kristófer Lúðvíksson

Öryggisráðgjafi Sala og ráðgjöf

Pantaðu tíma í ráðgjöf

Ráðgjafar okkar eru við símann núna.

Eða hringdu í síma

570 2400