Fara á efnissvæði
Mínar síður Leita

 Leita
EN
Mínar síður 0 Karfa

Blogg

Neyðarlýsingarkerfi

Neyðarlýsingarkerfi

Neyðarljós kvikna við straumrof

Neyðarlýsingarkerfi þurfa að tryggja nægjanlega lýsingu með sjálfvirkum hætti þegar að raflýsingarkerfi af einhverjum ástæðum verður óvirkt. Þau tryggi örugga útgönguleið með viðeigandi birtu og merkingum.

Neyðarlýsingarkerfi eru sjálfvirk og virka við straumrof á lýsingarkerfi eða greinum innan þess. Þau þurfa að geta lýst upp flóttaleiðir og tryggja aðgengi að útgöngum. Þau þurfa að veita viðeigandi birtu sem nauðsynleg er í öryggisskyni.

Staðlar eru til staðar og leiðbeiningar í byggingareglugerð þar sem reglur um virkni og staðsetningar neyðarljósa koma fram. Þar má einnig finna gildandi reglur um viðhald og umgengni við neyðarlýsingu. Sem dæmi um staðsetningar má nefna við útgönguleiðir, útgöngudyr, þar sem stefna flóttaleiða breytist og nálægt stigum eða öðrum breytingum á gólfhæð. Við staðsetningar á handboðum brunaviðvörunarkerfa, slökkvitækja og við brunaslöngur. Huga þarf að lyftum, öllum stigum, lokuðum rýmum eins og salernum og búningsaðstöðu ásamt tækjarýmum og bílageymslum.

Hönnun neyðarlýsingar skal vera í samræmi við ÍST EN 1838, ÍST EN 50171, ÍST EN  50172, ÍST 150 og ÍST EN 60598‐2‐22.

Fjölbreytt úrval af stærð ljósa er fáanlegt, til dæmis stór ljós með 17,24,30 og 60 metra sýnileika. Ljós sem geta bent á margar flóttaleiðir sé hægt að komast út í gegnum margar áttir, innfelld ljós, vegg og loftljós og gangaljós og punktlýsingu í loft. Einnig eru fáanleg ljós sem vísa leið um langa ganga, samtengd við brunaviðvörunarkerfi og geta þá vísað á næsta neyðarútgang frá reyk eða eldi.

Slík kerfi geta verið sett upp sem varalýsingar og eiga að tryggja að hefðbundin starfsemi rýmis verði ekki fyrir raski þó lýsing frá raflýsingarkerfi rofni.

Neyðarlýsingarkerfi eru fáanleg bæði með stökum ljósum með rafhlöðum og miðlægri rafhlöðu (varaaflgjafa). Einnig er hægt að velja á milli þess að hafa þau þráðlaus eða víruð. Þráðlaus ljós eru tengd í næsta stöðuga ljósarafmagn, víruð ljós eru tengd við stjórnstöð neyðarlýsingarkerfis sem spennufædd er af varaaflgjafa. Víruð neyðarlýsingarkerfi fást bæði sem 24v eða 230v, þau þráðlausu eru 230v.

Sjálfvirk virkniprófun fyrir reglulegar prófanir, miðlægur stjórnhugbúnaður og fjölbreyttar útfærslur eru fáanlegar.

Sérfræðingar Öryggismiðstöðvarinnar veita alla frekari ráðgjöf við val á réttum lausnum.

Andrés Gestsson

Viðskiptastjóri Sala og ráðgjöf

Pantaðu tíma í ráðgjöf

Ráðgjafar okkar eru við símann núna.

Eða hringdu í síma

570 2400