Fara á efnissvæði
Mínar síður Leita

 Leita
EN
Mínar síður 0 Karfa

Blogg

MÖRGÆSAGANGUR ER GÆFUSPOR Í HÁLKUNNI

Nú þegar vetur konungur er allsráðandi er mikilvægt að gæta að sér í hálkunni.

Því miður er allt of algengt að fólk missi fótanna og slasi sig. En hvað er til ráða?
Sumir fá sér brodda undir skóna en á síðustu árum hafa sérfræðingar bent á að broddar sem eru aðeins undir táberginu veiti ekki nægilegt öryggi. Þar sem við stígum í hælana en ekki á tærnar veita þeir falskt öryggi sem er beinlínis hættulegt. Ef maður velur að fá sér brodda er því mikilvægt að velja þá sem ná undir allan skósólann eða eru settir undir hælinn. Fólki sem notast við hækju er vissast að hafa brodda undir henni í hálkunni því annars getur hún skrikað.
En það er fleira sem við getum gert til að fóta okkur í hálku. Þjóðflokkar á allra nyrstu svæðum jarðarkringlunnar hafa náð betri tökum á því en Vesturlandabúar. Til dæmis hafa Samar og Inúítar þróað með sér getuna til að ganga langar leiðir yfir ís og hálku án þess að detta. En hvernig? Galdurinn er að líkja eftir göngulagi mörgæsarinnar!

Að öllu gamni slepptu er mörgæsin nú notuð víða um heim til að útskýra rétta göngulagið í hálku. Málið er að venjulegt göngulag mannsins einkennist af því að líkamsþunginn deilist jafnt niður á báðar fætur í miðju skrefi, sem er gott og blessað, nema í hálku. Líkamsþungi okkar kemur nefnilega á ská niður á fótinn miðað við undirlagið, sem eykur hættuna á að við rennum til og dettum.
Til að sporna við þessu er gott ráð að gera eins og mörgæsin, sem hallar sér fram og lætur þungann hvíla á fremri fæti. Þannig beinist allur líkamsþunginn lóðrétt niður á flatan fót í hverju skrefi sem eykur stöðugleikann.
Það sem gott er að hafa í huga er að:

• Halla sér fram en hafa hnén örlítið bogin
• Taka stutt skref í einu niður á flatan fót
• Láta líkamsþungann hvíla allan á fremri fæti í hverju skrefi
• Hafa hendur slakar en aðeins út frá síðum til að hjálpa jafnvæginu
• Stíga niður en ekki fram af gangstéttabrúnum

Það er ekkert grín að detta. Förum því að öllu með gát í hálkunni. Fyrir þá sem hætt er við falli heima við er Snjallhnappurinn góður kostur því skjót viðbrögð geta skipt sköpum á örlagastundu. Þó svo að Snjallhnappurinn varni ekki falli greinir fallhnappur sem hægt er að fá, hröðun í falli og lætur aðstandendur og öryggisverði Öryggismiðstöðvarinnar vita svo þeir geti komið strax til hjálpar.

Diljá Guðmundardóttir

Sérfræðingur í heilbrigðislausnum / sjúkraþjálfari Velferð og ráðgjöf

Ólafía Ragnarsdóttir

Ráðgjöf og sala / sjúkraliði Velferð og ráðgjöf

Pantaðu tíma í ráðgjöf

Ráðgjafar okkar eru við símann núna.

Eða hringdu í síma

570 2400