Fara á efnissvæði
Mínar síður Leita

 Leita
EN
Mínar síður 0 Karfa

Blogg

Forvarnir og hollráð gegn innbrotum

Þegar kemur að því að tryggja öryggi heimilisins er mikilvægt að huga að bæði forvörnum og hollráðum gegn innbrotum.

Til að forðast innbrot skaltu alltaf láta líta út fyrir að einhver sé heima.

Þetta má gera með því að:

  • Kveikja og slökkva ljós með snjallkerfi eða setja útvarp og sjónvarp á tímastilli
  • Láta nágranna fjarlægja póst og blöð úr póstkassanum
  • Loka og læsa öllum dyrum og gluggum og tryggja að læsingarnar séu sterkar og viðurkenndar
  • Setja upp hreyfiskynjara og útiljós sem kvikna við hreyfingu, sérstaklega í bakgarði

Verndaðu verðmæti:

Geymdu verðmæta hluti eins og hjól og tæki inni í læstum geymslum. Innandyra ættu dýrir hlutir ekki að vera í augsýn í gluggum. Einstaklega verðmætir hlutir, s.s. skartgripir og safngripir, ættu að vera í læstum verðmætaskápum. Þeir eru fáanlegir í vefverslun okkar á oryggi.is.

Forvarnir með öryggiskerfi og myndavélum

Sverrir Ingi Ólafsson, deildarstjóri hjá Öryggismiðstöðinni, undirstrikar mikilvægi öryggiskerfa til að draga úr hættu á innbrotum. „Með öryggiskerfum og eftirlitsmyndavélum er hægt að fá rauntímaviðvaranir og fylgjast með heimilinu í gegnum app. Að virkja næturstillingu öryggiskerfisins á meðan sofið er og setja það á vörð þegar heimilið er yfirgefið eykur verulega öryggið. Rétt uppsettur búnaður og skjót viðbrögð við viðvörunum geta ekki aðeins dregið úr fölskum útköllum heldur einnig komið í veg fyrir innbrot, sem tryggir ró og öryggi hvort sem þú ert heima eða fjarverandi." Að lokum, auglýstu ekki ferðalög á opnum samfélagsmiðlum fyrr en þú ert komin heim,“ ráðleggur Sverrir.

Hvernig koma má í veg fyrir fölsk útköll frá öryggiskerfinu?

Mikilvægt er að lágmarka fölsk útköll frá öryggiskerfum. Hér eru gagnleg hollráð til að tryggja þægindi og öryggi fyrir þig og fjölskyldu þína. Fölsk útköll geta valdið óþarfa ónæði og kostnaði.

Til að forðast slíkt er mikilvægt að:

  • Halda ró sinni: Ef öryggiskerfið fer óvart í gang, slökktu á því strax með réttum aðgangskóða eða í appinu.
  • Kanna frágang: Gakktu úr skugga um að dyr og gluggar séu lokaðir og læstir. Hreyfiskynjarar geta brugðist við hlutum eins og gardínum eða hitabreytingum.
  • Tryggja rétta notkun: Sjáðu til þess að allir notendur kerfisins kunni að nota það og hafi aðgang að nauðsynlegum upplýsingum.

Ef þú þarft aðstoð við uppsetningu eða notkun á öryggiskerfinu getur þú fengið ráðgjöf hjá Öryggismiðstöðinni. Einnig getur þú skráð aðgangskóða og öryggistölur inni á Mínum síðum á www.oryggi.is.

Eftirlitsmyndavélar

IMOU Bullet - 5MP

IMOU Bullet - 5MP

Netverð 18.328 kr
Almennt verð 20.364 kr
Ekki til á lager
IMOU Cruiser 4G

IMOU Cruiser 4G

Netverð 33.282 kr
Almennt verð 36.980 kr
Ekki til á lager
IMOU Ranger Dual 10MP

IMOU Ranger Dual 10MP

Netverð 26.595 kr
Almennt verð 29.550 kr
Ekki til á lager
IMOU Cruiser Dual

IMOU Cruiser Dual

Netverð 38.478 kr
Almennt verð 42.753 kr
Ekki til á lager

Þengill Ólafsson

Viðskiptastjóri Sala og ráðgjöf
Kristófer Lúðvíksson

Kristófer Lúðvíksson

Öryggisráðgjafi Sala og ráðgjöf

Pantaðu tíma í ráðgjöf

Ráðgjafar okkar eru við símann núna.

Eða hringdu í síma

570 2400