Fara á efnissvæði
Mínar síður Leita

 Leita
EN
Mínar síður 0 Karfa

Blogg

FIMM FUNHEIT RÁÐ FRÁ DR. BRUNA

1. Aðgát skal höfð í nærveru kerta

Algengustu brunar á aðventu eru vegna kerta og eldavéla. Gleymdu því ekki að kerti eru opinn og óvarinn eldur. Festu kertin tryggilega á eldtrega og stöðuga undirstöðu. Öruggast er að nota kramarhús, sjálfslökkvandi kerti eða kertaslökkvara í skreytingar. Sé það ekki gert er mikilvægt að láta skraut ekki liggja að kerti, eldverja skreytinguna og slökkva tímanlega á kertunum. Logandi kerti á ekki að standa ofan á hitagjafa, s.s. raftækjum, né nærri efnum sem auðveldlega getur kviknað í.

Ekki fara frá logandi kerti og gætum að því að börn komist ekki í eldfæri eða logandi kerti. Gættu að dýrum og óvitum nærri logandi kertum.
Kertakveikur á ekki að vera lengri en 1 cm. Klipptu af kveiknum svo ekki sé hætta á að logandi kveikur detti af og brenni út frá sér.

Treystu því aldrei að sjálfslökkvandi kerti slökkvi á sér sjálf. Rafmagnskerti eru ávallt öruggust. Látum ekki eldsvoða skemma fyrir okkur þessa skemmtilegu stemningu sem kertin skapa.

2. Ekki hlaða snjalltækin uppi í rúmi

Hleðslutæki og spennar geta hitnað það mikið að eldur getur kviknað ef þau fá ekki þá kælingu sem þarf. Skoðum reglulega ástand á hleðslusnúrum þar sem þær skemmast auðveldlega. Hlöðum snjalltæki á réttum stöðum og alls ekki undir eða ofan á brennanlegum hlutum. Höldum raftækjum hreinum og gætum að nægri kælingu þeirra.

3. Enga pítsukassa ofan á eldavélinni

Góð regla er að nota eldavélina ekki sem fráleggsborð.
Auðvelt er að gleyma sér í smá stund.
Gleymdist að slökkva á hellum eða fiktaði einhver í rofum?

4. Hvað getum við gert til þess að minnka líkur á eldsvoða?

Hafa hreint í kringum sig og röð og reglu á hlutum.
Lesa leiðbeiningar sem fylgja hlutum og fara eftir þeim.
Geyma aldrei neitt á eldavél.
Ef fylgt er þessum reglum minnka stórlega líkur á eldsvoðum með tilheyrandi raski og leiðindum.

“Eldur er góður þjónn en slæmur herra.”

5. Gefum ekki afslátt af öryggi

Virkir reykskynjarar bjarga mannslífum. Það verður ekki véfengt.
Skiptum þess vegna um rafhlöður í þeim einu sinni á ári og gott er að ryksuga þá í leiðinni.
Ákjósanlegur tími er í byrjun aðventu eða alþjóðadagur reykskynjarans þann 1. desember.
Ef rafhlaðan tæmist fer skynjarinn að pípa. Það gerist yfirleitt um tvö leytið að nóttu til og vekur okkur.
Viljum við það?
Einnig eru til samtengjanlegir og/eða þráðlausir reykskynjarar með allt að 10 ára rafhlöðuendingu.
Settu reykskynjara í þau rými sem þú vilt að fólk komist lifandi úr í eldsvoða.

Ég veit að það má ekki brenna hjá þér.

Brunavarnir

Eldvarnapakki 1

Eldvarnapakki 1

Netverð 25.646 kr
Almennt verð 30.172 kr
Ekki til á lager
Eldvarnapakki 2

Eldvarnapakki 2

Netverð 29.392 kr
Almennt verð 34.579 kr
Ekki til á lager
Slökkvitæki léttvatn 6 lítra

Slökkvitæki léttvatn 6 lítra

Netverð 14.736 kr
Almennt verð 17.337 kr
Ekki til á lager
Reykskynjari - stakur - 10 ára rafhlöðuending

Reykskynjari - stakur - 10 ára rafhlöðuending

Netverð 3.971 kr
Almennt verð 4.672 kr
Ekki til á lager

Þengill Ólafsson

Viðskiptastjóri Sala og ráðgjöf
Kristófer Lúðvíksson

Kristófer Lúðvíksson

Öryggisráðgjafi Sala og ráðgjöf

Pantaðu tíma í ráðgjöf

Ráðgjafar okkar eru við símann núna.

Eða hringdu í síma

570 2400