Vöruvernd
Vöruverndahlið hafa fælingarmátt
Vöruverndarhlið fyrir verslanir eru fáanleg fyrir fjölbreyttar aðstæður. Þau hafa bæði fælandi áhrif ásamt því að virkja viðvörun fari vara út úr verslun án þess að greitt hafi verið fyrir.
Vöruverndarhlið fást í mismunandi útliti og stærðum og fer val á búnaði eftir kröfum og þörfum verslana, og þeim vörum sem verja skal. Mikilvægt er að velja vel réttan búnað og lausnir sem hæfa best í hverju tilviki.
Með vöruverndarhliðum er hægt að fá miðlægan hugbúnað sem sýnir staðsetningar, stillingar á virkni og veitir umsjónaraðila yfirlit um viðvaranir.
Vöruverndarmerki verja vöruna
Vöruverndarmerki eða þjófavarnarmerki fást í fjölmörgum útgáfum með mismunandi virkni fyrir bæði fatnað, sérvörur og matvöru.
Til þess gerðir eyðarar óvirkja þjófavarnarmiða við afgreiðslu þeirra og segulopnarar eru notaðir til þess að losa merki af fatnaði.
Sérstakar öryggissnúrur með áfastri vælu hafa verið vinsælar til þess að hengja á dýrari sérvörur. Ef reynt er að slíta öryggissnúruna fer vælan í gang og vekur athygli nærstaddra og hefur fælandi áhrif.
Varnir fyrir dýr tæki
Ýmsar tækjavarnir eru til í góðu úrvali sem henta ólíkum aðstæðum og gefa frá sér viðvaranir séu tæki fjarlægð úr tengingu við kerfið.
Tækjavarnir geta líka falið í sér hleðslumöguleika sem auðveldar verslunareigendum að auka aðgengi viðskiptavina að dýrum sýningartækjum eins og farsímum, spjaldtölvum, snjallúrum, myndavélum, heyrnartólum og fartölvum.
Sérfræðingar Öryggismiðstöðvarinnar veita alla frekari ráðgjöf við val á lausnum.