Skimunarlausnir til öryggisleitar fást í fjölbreyttu úrvali. Ólíkar útfærslur henta við mismunandi aðstæður eins og til dæmis fyrir flugvelli, hafnir og fangelsi.
Meðal viðfangsefna skimunarlausna er öryggisleit og skimun á sprengiefnum, vopnum, vökvum, málmum og fíkniefnum.
Um er að ræða gegnumlýsingarbúnað; snefilgreina og málmleitarhlið sem fáanleg eru af margvíslegum stærðum og gerðum en eiga sameiginlegt að uppfylla ströngustu kröfur fyrir viðkomandi markað eða starfsemi.
Öryggismiðstöðin býður háþróaðan öryggisbúnað frá Rapiscan Systems, sem er leiðandi fyrirtæki á sviði öryggismála í formi skimunar og greiningar. Þeir sérhæfa sig í framleiðslu á meðal annars gegnumlýsingartækjum fyrir farangursskoðun, málmleitartækjum og kerfum til skimunar á farmi og ökutækjum. Lausnir þeirra hafa reynst einstaklega vel á alþjóðaflugvöllum, hafnarsvæðum og í fangelsum. Með starfsemi í yfir 170 löndum hefur Rapiscan Systems sannað sig sem öflugur samstarfsaðili. Þeir bjóða upp á áreiðanlegar lausnir sem uppfylla ströngustu öryggiskröfur.
Samstarf Öryggismiðstöðvarinnar og Rapiscan Systems hefur leitt til innleiðingar á nýstárlegum öryggislausnum á Íslandi, sem tryggja hámarks öryggi og áreiðanleika fyrir viðskiptavini okkar.
Sérfræðingar Öryggismiðstöðvarinnar veita alla frekari ráðgjöf við val á lausnum.